Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 95

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 95
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 sýndu að um 23% misræma gætu valdið mikilli áhættu fyrir sjúklinga. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að misræmi sé á milli lyfjaávísana aldraðra við útskrift af sjúkrahúsi yfir á hjúkrunar- og dvalarheimili. Ekki er þó hægt að vita hve stórt hlutfall lyfjamisræma eru meðvitaðar breytingar gerðar af læknum og hve stórt hlutfall eru vegna villna. V 85 Við hverju er lyfið? Þekking fólks á tilgangi lyfjameðferðar sinnar Erla Hlín Henrysdóttir, Anna I. Gunnarsdóttiru, Ástráður B. Hreiðarsson1 'Landspítala, 2iyf]afræðideild HÍ erlahenrys@gmail.com Inngangur: Ákaflega mikilvægt er að fólk sem tekur lyf hafi skilning á tilgangi meðferðarinnar, ekki síst til að auka meðferðarheldni og þar af leiðandi árangur meðferðar. Við það að taka lyfjasögu sjúklinga hafa lyfjafræðingar á Landspítala orðið þess áskynja að eitthvað er um að sjúklingar viti ekki ástæðu lyfjameðferðinnar eða telja meðferðina vera við öðrum sjúkdómum en raunin er. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þekkingu þátttakenda á tilgangi eigin lyfjameðferðar, einnig var kannað hversu algengt væri að þátttakendur vildu hafa tilgang lyfja- meðferðar skráðan á skömmtunarmiða lyfs og hvort þeir sem notuðu innöndunarlyf teldu sig hafa fengið kennslu í notkun þess. Efniviður og aðferðir: Tekin voru viðtöl við 300 einstaklinga sem áttu bókaðan tíma á innskriftarmiðstöð, göngudeild sykursjúkra og göngudeild lyflækninga á 9 vikna tímabili frá janúar til mars 2012 a Landspítala. Þekking þátttakenda var könnuð með stöðluðum spurn- ingalista, sem var metinn eftir ákveðnum kvarða og tjáður í prósentum. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda var 58 ár (20-90 ára). Þekking á tilgangi eigin lyfjameðferðar var 81,8%±22,9% (SD). Þekking minnkaði með aldri, 0,4% að meðaltali á ári (p<0,005). Fólk sem var í lyfjaskömmtun hafði minni þekkingu á tilgangi eigin lyfjameðferðar en þeir sem ekki voru í skömmhm, 58,9% á móti 83,9%, en þess ber að geta að meðalaldur þeirra sem voru í lyfjaskömmtun var mun hærri (71,2 á móti 56,4 ár). Af þátttakendum voru 78% fylgjandi því að hafa tilgang lyfjameðferðar skráðan á skömmtunarmiða lyfsins. Af þeim 74 þátt- takendum sem notuðu innöndunarlyf sögðust 26 ekki hafa fengið neina kennslu í notkun þess. Ályktanir: Þekking fólks á tilgangi eigin lyfjameðferðar virðist allgóð. Allt má þó bæta og mikill meirihluti fólks vill að ábending lyfjameð- ferðar verði ávallt skráð á skömmtunarmiða lyfs. Bæta þarf kennslu í notkun innöndunarlyfja. V 86 Usnic-sýra og sjálfsát frumna Egill E. Hákonarson', Stefán Á. Hafsteinsson', Margrét Bessadóttir2, Helga Ögmundsdóttir2, Pétur Henry Petersen1 ‘Rannsóknastofu í taugalíffræði og 2rannsóknastofu í krabbameinsfræðum HÍ eeh3@hi.is Inngangur: Usnín-sýra er fléttuumbrotsefni einangrað meðal annars úr hreindýrakrókum (Cladonia arbuscula). Sýnt hefur verið fram á að usnín-sýra hafi sýkladrepandi áhrif og áhrif á sjálfsát frumna. Vitað er að usnín-sýra kemur ójafnvægi á flutning róteinda yfir himnu hvatbera og hefur því áhrif á orkubúskap. Taugahrörnunarsjúkdómar geta sýnt svipað ójafnvægi sem leiðir til dauða taugafrumna. Einnig er mögulegt að usnín-sýra hafi sambærileg áhrif á leysikom það er hafi áhrif á sýrustig þeirra og niðurbrotshæfni. Mikilvægt er að kanna áhrif efna yfir lengri tíma, til dæmis heilt æviskeið tilraunalífvera. í þessari rann- sókn voru áhrif usnín-sýru könnuð í ávaxtaflugunni (D. melanogaster) og HEK293T-frumum. Efniviður og aðferðir: Flugum af villigerð var gefin usnín-sýra með því að blanda henni í 1% agarósa í styrknum lOpg/mL. Fylgst var með afkomu flugnanna í 10 daga. Einnig var metið hvort flugurnar forðuðust usnín-sýruna. HEK-frumur vom meðhöndlaðar með usnín-sýru í þrjá tíma. Sjálfsát var metið með smásjárskoðun og Westem-greiningu á einangruðum próteinum úr frumum og flugum. Niðurstöður: Við meðhöndlun HEK-frumna kom í ljós að usnín-sýran hvetur upphaf sjálfáts, en óljóst er hvort að sjálfsátsferlinu er lokið með eyðingu próteina. Usnín-sýra er ekki bráðdrepandi fyrir D. melanogaster til skamms tíma litið og þær forðuðust efnið ekki. Unnið er að úrvinnslu á mælingum á sjálfsáti flugnanna. Ályktanir: Áhrif usnín-sýru á sjálfsát í HEK eru lík því sem sést hefur í öðmm frumum. HEK-fmmur em þekktar sem heppilegar tilrauna- frumur og gætu því hentað vel til að rannsaka áhrif efnisins á fmmur í rækt. Usnín-sýra hafði ekki eituráhrif á tilraunalífvemna D. melanogaster í skammtímatilraun og gæti því nýst til frekari rannsókna á áhrifum usnínsýru á heila lífveru sem gefur kost á sjúkdómslíkönum. V 87 Flutningur lyfja í gegnum tilbúið slímlag Hákon Hrafn Sigurðsson1, Alba Monjas Tejero2 ’Lyfjafræðideild Háskóla íslands, :Universitat de Barcelona, Facultat de Farmácia hhs@hi.is Inngangur: Lyf þurfa að komast í gegnum slímlag eftir flestum algeng- ustu lyfjagjafaleiðum sem notaðar eru. Þetta slímlag er seigt og getur haft mikil áhrif á frásog lyfja en það virðist þó frekar vera bygging og eðli slímlagsins en seigjustig þess sem veldur minnkuðu frásogi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna flæði lyfja með mismunandi fitusæknigildi (logP) i gegnum tilbúið slímlag og reyna að svara þeirri spurningu hvort seigjustig eða hlutfall fitusækinna sameinda í slímlagi hafi meiri áhrif á flæði lyfja í slímlaginu. Efniviður og aðferðir: Notast er við hefðbundnar Frans-flæðisellur sem búið er að bæta við auka hólfi á milli gjaffasahólfs og móttökufasahólfs sem er aðskilið með gegndræpri himnu. Hólfið er 2,8mm að þykkt og tilbúnu slími (úr svínsmaga) með mismimandi eiginleika er komið fyrir í hólfinu og lyfjalausn með mismunandi hjálparefnum komið fyrir í gjaffasahólfi og flæðisellan keyrð í 6 tíma. Sýni úr móttökufasahólfi eru greind á háþrýstivökvaskilju. Niðurstöður: Gegndræpi lyfja gegnum slímlag lækkaði með aukinni fitusækni þeirra. Fitusækin lyf virðast dreifast fyrst innan slímlagsins áður en flæði í gegnum lagið hefst sem sést með breytilegum biðtíma flæðis eftir styrk slíms. Vatnssæknar fléttur fitusækinna lyfja ferðast hraðar í slímlaginu en lyfin sjálf. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að hlutfall fitusækinna sam- einda hafi meiri áhrif á flæði lyfja í slímlagi en seigjustig þess og að hugsanlega sé hægt að draga úr neikvæðum áhrifum slímlagsins á flæði lyfja með því að bæta við hjálparefnum sem auka vatnsleysni lyfjanna. V 88 Efnasmíði N,N-díalkýlkítósanaleiða og fjórgildra N,N-díalkýl- N-metýl-kítósanafleiða Priyanka Sahariah, Berglind Eva Benediktssdóttir, Már Másson Lyfjafræðideild HÍ prs1@hi.is Inngangur: Rannsóknarhópur okkar hefur unnið að því að þróa LÆKNAblaðið 2013/99 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.