Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 100

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 100
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 V 101 Hlutverk Cul2 sets í Vif próteini mæði-visnuveiru Harpa Lind Björnsdóttir, Valgerður Andrésdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum valand@hi.is Inngangur: Á síðustu árum er sífellt að koma betur í ljós að lífverur hafa komið sér upp ýmsum vörnum gegn veirusýkingum. Veirurnar hafa á hinn bóginn þróað tæki til að komast hjá þessum vömum. Veiruhindrinn APOBEC3 er afamínasi sem afamínerar DNA retróveira um leið og það myndast og eyðileggur þar með veirurnar. Lentiveirur (mæði-visnuveira og HIV) hafa próteinið Vif sem tengir APOBEC3 við ubiquitin kerfi frumunnar og merkir það til niðurbrots í proteasomi. Cul5 og Cul2 eru hluti af E3 ubiquitin lígasaflóka. HIV-1 Vif bindur Cul 5, en MVV Vif bindur Cul2. í þessari rannsókn var kannað hvort amínó- sýruröð í Vif sem líkist markröð Cul2 sé notuð við niðurbrot APOBEC3. Efniviður og aðferðir: Stökkbreytingar voru gerðar á markröð Cul2 í vif geni. Kinda-fósturliðþelsfrumur (FOS) og kinda-æðaflækjufrumur voru sýktar með þessum stökkbreyttu veirum og vöxtur numinn með rauntíma-PCR. Þá voru sömu stökkbreytingar gerðar á klónuðu vif geni og áhrifin á niðurbrot APOBEC3 könnuð í HIV-1 vektora kerfi. Niðurstöður: í ljós kom að stökkbreytingarnar drógu úr vaxtarhraða veiranna. Hins vegar höfðu stökkbreytingarnar ekki áhrif á niðurbrot APOBEC3. Ályktanir: Þetta set virðist því ekki mikilvægt við Cul2 bindingu, en er samt sem áður mikilvægt í fjölgunarferli veirunnar. V 102 Jarðfræðileg skipting íslands í háhitasvæði og önnur svæði eftir sveitarfélögum í manntali 1981 Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir', Vilhjálmur Rafnsson2 'Miðstöð í lýðheilsuvísindum læknadeild HÍ, 'rannsóknastofu í heilbrigðisfræði, læknadeild HÍ addab@simnet.is Inngangur: íbúar eldfjalla- og hverasvæða eru samkvæmt erlendum rannsóknum útsettir fyrir háhita hveragufum og vatni sem innihalda brennisteinssambönd, brennisteinsvetni, koldíoxíð, vetni, saltsýru og í litlu mæli arsen, blý, kvikasilfur og radon. í erlendum rannsóknum hefur verið spurt hvort búseta á þessum svæðum leiði til krabbameins- hættu, en þetta hefur ekki verið rannsakað hér á landi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort hægt væri að skipta landinu í háhitasvæði og önnur svæði í ljósi búsetu samkvæmt manntali 1981. Efniviður og aðferðir: Manntalið 1981, jarðfræðikort og upplýsingar um sveitarfélög eru notuð til að greina sveitarfélög í þrjá hópa. Fyrsti hópurinn eru þau sveitarfélög sem staðsett eru á svæðum þar sem vatn á 1000 m dýpi er heitara en 150°C og berggrunnurinn er yngri en 0,8 milljón ára og eru kölluð háhitasvæði. Næsti hópur er greinilega stað- settur utan háhitasvæðanna, þar sem hiti vatns á 1000 m dýpi er undir 150°C og berggrunnurinn er 3,3 til 15 milljón ára gamall, kölluð köld svæði. Um miðbik landsins eru sveitarfélög á berggrunni sem er 0,8 til 3,3 milljón ára og hitastig vatns á 1000 m dýpi bæði yfir og undir 150°C, kallað blönduð svæði. Niðurstöður: Reykjavík og Reykjanes eru undanskilin úr þessari flokkun, en samkvæmt krabbameinsskrá eru krabbamein tíðari þar en annars staðar. Á vel afmörkuðum sveitarfélögum á háhitasvæðum eru á aldrinum 5-65 ára samkvæmt manntalinu 1497 íbúar, á köldum svæðum 22.431, á blönduðum svæðum 50.878. Ályktanir: Einfalt reyndist að skipta íbúum landsins í hópa sam- kvæmt ætlaðri útsetningu fyrir háhitahveragufum og vatni. Reykjavík og Reykjanesi er sleppt þar sem vitað er úr erlendum rannsóknum að höfuðborgarsvæði hafa hærra nýgengi krabbameina en annars staðar af ástæðum sem ekki eru að fullu þekktar. V 103 Sérkenni fólks á háhitasvæðum og öðrum svæðum á íslandi Aðalbjörg Kristbjömsdóttir', Vilhjálmur Rafnssorr 'Miðstöð í lýðheilsuvísindum, læknadeild HÍ, 2rannsóknastofu í heilbrigðisfræði, læknadeild Hf addab@simnet.is Inngangur: Landinu hefur verið skipt eftir sveitarfélögum og jarðfræði- upplýsingum í þrjú rannsóknarsvæði. Markmið þessarar rannsóknar var að lýsa sérkennum hópanna sem í manntalinu 1981 búa á háhita-, köldum og blönduðum svæðum. Efniviður og aðferðir: Leyfi fyrir rannsókninni voru fengin frá Krabbameinsskrá, Hagstofu Islands, Vísindasiðanefnd og Persónuvernd. Hagstofan veitti upplýsingar um alla á aldrinum 5-65 ára samkvæmt manntalinu 1981. í manntalinu er skráð kennitala, aldur, kyn, búseta, menntun og gerð íbúðarhúsnæðis. Hagstofan fann úr sínum skrám dánardag og hvenær flutt var af landi brott, ef um það var að ræða. Upplýsingar um krabbamein voru fengnar úr Krabbameinsskrá. Samkeyrslur voru gerðar á dulkóðuðum kennitölum. Þjóðskrá veitti upplýsingar um frjósemisþætti kvenna eftir sveitarfélögum fyrir árin 1991-1995 og frá landlæknisembættinu fengust upplýsingar um tíðni reykinga eftir póstnúmerum á tímabilinu 1989-2010. Niðurstöður: I rannsókninni voru 74.806 einstaklingar og fjöldi pers- ónuára í eftirfylgni var 1.901.786. Á rannsóknartímanum létust 6458, af landi brott fluttu 10.570, og með fyrsta krabbamein greindust 7689. Aldursdreifing, kyn og menntunarstig voru mjög áþekk á rannsóknar- svæðunum. Fyrir háhitasvæði var frjósemishlutfall 2,21 og meðalaldur við fæðingu fyrsta bams 22,56 ár, fyrir köld svæði 2,26 og 23,29 ár og fyrir blönduð svæði 2,23 og 23,11 ár. Tíðni þeirra sem aldrei höfðu reykt og búsettir voru á háhitasvæðum var 47,6%, á köldum svæðum 45,4% og á blönduðum svæðum 46,8%. Ályktanir: Tölulegu upplýsingamar úr manntali frá Hagstofu og Krabbameinsskrá henta vel til að greina eftir svæðum í COX-líkani, en þar sem upplýsingarnar um frjósemisþætti og reykingavenjur eru ekki á einstaklingsgrunni er einungis hægt að leiðrétta fyrir þeim á óbeinan hátt. V 104 Samband reglubundinnar hreyfingar á fullorðinsárum og áhættu þess að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli Soffía M. Hrafnkelsdóttir', Jóhanna E. Torfadóttir', Kristján Þór Magnússon2, Thor Aspelund1-’, Laufey Tryggvadóttir4-5, Vilmundur Guðnason5-', Unnur A. Valdimarsdóttir' 'Miðstöð í lýðheilsuvísindum læknadeild HÍ, 2íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild HÍ, 'Hjartavernd, 4Krabbameinsskrá íslands, 'læknadeild HÍ soffiahr@simnet.is Inngangur: Sjúkdómsferli blöðmhálskirtilskrabbameins er ekki þekkt til hlítar. Rannsóknir benda til þess að umhverfisþættir gegni mikilvægu hlutverki og að hreyfing geti veitt vörn gegn sjúkdómnum. Markmið verkefnisins var að skoða samband reglubundinnar hreyfingar á fullorð- insámm og áhættu þess að greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein, meðal íslenskra karlmanna. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um hreyfingu og aðra mögulega áhrifaþætti blöðruhálskirtilskrabbameins 9076 karlmanna voru fengnar úr 5 áföngum Reykjavíkurrannsóknar Hjartaverndar sem framkvæmdir voru á tímabilinu 1967-1987. Samkeyrsla við Krabbameinsskrá fslands 100 LÆKNAblaðið 2013/99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.