Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 103

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 103
XVI VISINDARAÐSTEFNA H I FYLGIRIT 73 hættulegs sjúkdómsástands. Önnur heilsufarsvandamál geta versnað. Aherslu þarf að leggja á úrræði fyrir konur í áhættuhópum og árvekni gagnvart alvarlegum fylgikvillum þungunar. V 111 Þögul þjáning. Kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum, langtímaafleiðingar fyrir heilsufar og líðan. Fyrirbærafræðileg rannsókn Sigrún Sigurðardóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Sóley S. Bender Háskólanum á Akureyri, Háskóla íslands sigrvnsig@unak.is Inngangur: Erlendar rannsóknir sýna að kynferðislegt ofbeldi í bemsku getur haft mjög víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar og líðan. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna heilsufar og líðan ís- lenskra karla sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Efniviður og aðferðir: Rannsóknaraðferðin er eigindleg, fyrirbærafræði- leg, Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði sem ætlað er að auka þekkingu og dýpka skilning á tilteknum mannlegum fyrirbæmm í þeim tilgangi að bæta mannlega þjónustu eins og heilbrigðisþjónustuna. Þátttakendur voru sjö karlar með slíka sögu sem voru á aldrinum 30-55 ára er við- tölin áttu sér stað. Tvö viðtöl voru tekin við hvern karlmann, samtals 14 viðtöl. Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að kynferðislegt ofbeldi í bernsku getur haft mjög alvarlegar afeiðingar fyrir heilsufar og líðan. Upplifun karlanna einkenndist af reiði, hræðslu og líkamlegri og sálrænni aftengingu. Þeir hafa lent í einelti, átt í námsörðugleikum, verið ofvirkir, leiðst út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og verið með ýmis flókin heilsufarsleg vandamál. Sjálfsmynd þeirra er mjög brotin og hafa sumir notað kynlíf til að sanna karlmennsku sína. Þeir hafa átt erfitt með að tengjast mökum og bömum, lent í hjónaskilnuðum og eru allir forsjárlausir feður. Þeir sögðu ekki frá ofbeldinu vegna hræðslu og fordóma. Alyktanir: Kynferðislegt ofbeldi í æsku getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar og líðan karla. Þeir lifðu í þögulli og kvalafullri þjáningu vegna eigin fordóma og í samfélaginu og leituðu því ekki hjálpar eða sögðu frá fyrr en þeir voru komnir í andlegt þrot. Efla þarf þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á afleiðingum kynferðislegs ofbeldis í æsku til að greina slíkt fyrr og geta veitt viðeigandi meðferð. V 112 Áhrif félagslegs stuðnings á andlega heilsu í kjölfar efnahagshrunsins á íslandi árið 2008. Framsýn rannsókn Helga Margrét Clarke, Ama Hauksdóttir, Unnur Anna Valdimarsdóttir, Védís Helga Eiríksdóttir Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ helgamargretclarke@gmail.com Inngangur: Rannsóknir gefa til kynna að félagslegur stuðningur hafi vemdandi áhrif á bæði líkamlegar og andlegar afleiðingar streitu. Jafnframt hefur verið sýnt fram á að félagslegur stuðningur gegnir mikilvægu hlutverki til vamar andlegri vanheilsu þegar fólk verður fyrir margs konar áföllum. Efnahagshrunið á íslandi árið 2008 og efna- hagsþrengingamar sem á eftir fylgdu voru áhrifamiklir breytingavaldar í lífi flesta íslendinga, aðallega á andlega heilsu og þá einna helst meðal kvenna. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna miðlunaráhrif félagslegs stuðnings á andlega heilsu íslendinga í kjölfar efnahags- hmnsins á íslandi árið 2008. Efniviður og aðferðir: Gögn úr rannsókn fyrrum Lýðheilsustöðvar, „Heilsa og líðan fslendinga" 2007 og 2009, vom notuð. Úrtakið var lag- skipt, alls 9807 fslendingar á aldrinum 18-79 ára árið 2007 og 5.294 árið 2009. Félagslegur stuðningur var mældur fyrir og eftir efnahagshmnið með tveimur aðskildum spurningum, streita með kvarðanum Perceived Stress Scale-4 (PSS-4) og andleg líðan með WHO-Five Well-being Index (WHO-5). Breyting á andlegri heilsu í kjölfar efnahagshrunsins og áhrif félagslegs stuðnings vom metin með kí-kvaðrat prófi og lógístískri að- hvarfsgreiningu. Niðurstöður: Frumniðurstöður sýndu að streita jókst marktækt milli mælinga (p=0,009) og andleg líðan var einnig marktækt lakari árið 2009 samanborið við 2007 (p=0,01). Frumniðurstöður sýndu einnig að félags- legur stuðningur hafði almennt vemdandi áhrif bæði á andlega líðan og streitu. Ályktanir: Þessar frumniðurstöður sýna mikilvægi stuðnings þegar áföll steðja að. Félagslegur stuðningur reyndist hafa jákvæð áhrif á and- lega líðan og gæti því verkað sem nokkurs konar vemdarhula gegn nei- kvæðum áhrifum streituvaldandi atburða á andlega heilsu einstaklinga. V 113 Ávinningur fjölskyldumeðferðarsamtals á virkni fjölskyldna með fyrirbura á vökudeild Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir', Ólöf Ásta Ólafsdóttir1-, Erla Kolbrún Svavarsdóttir'-2, Mary Kay Rayens3, Sarah Adkins4 ‘Kvenna- og bamasviði Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild HÍ, 3University of Kentucky, Lexington, BNA, College of Nursing and College of Pub Health, 4Eastem Kentucky University, Richmond, BNA, College of Justice & Safety ingibhre@landspitali.is Inngangur: Náttúrulegt ferli barneigna reynir á aðlögunarhæfni for- eldra og annarra fjölskyldumeðlima að breyttu hlutverki og ábyrgð. Þegar foreldrar eignast fyrirbura sem þarf jafnvel að liggja svo vikum skiptir á vökudeild verða þeir fyrir ákveðinni röskun á aðlögun á for- eldrahlutverkinu. Umönnun af hálfu ljósmæðra í sængurlegu á for- eldrum fyrirbura á vökudeild hefur lítið verið rannsökuð. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta ávinning af fjölskylduhjúkrunarmeðferð í starfi ljósmóður. Meðferðin felst í stuttu meðferðarsamtali sem fer fram á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítala. Efniviður og aðferð: Rannsóknin byggir á hugmyndafræði Calgary- fjölskyldumats- og meðferðarlíkansins. Rannsóknin var megindleg og stuðst var við aðlagað tilraunasnið með fyrir- og eftirprófi. Upplýsinga var aflað um bakgrunn þátttakenda og þeir svöruðu spumingalista um tilfinningalega virkni fjölskyldna fyrir hjúkrunarmeðferðina og aftur þremur dögum síðar. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 9 fjölskyldur í sængurlegu sem áttu fyrirbura á vökudeild. Hjúkrunarmeðferðin fólst í einu stuttu meðferðarsamtali. Niðurstöður: Meginniðurstöður leiddu í ljós að feður upplifuðu mark- tækt minni tilfinningalega virkni fjölskyldunnar eftir meðferðarsamtalið en fyrir það. Ekki var marktækur munur á upplifun mæðra á tilfinn- ingalegri virkni fjölskyldunnar fyrir og eftir meðferðarsamtalið. Ályktanir: Við framkvæmd þessarar meðferðarrannsóknar hefur þekk- ing og reynsla áunnist sem getur verið nýtt til að þróa meðferðarsamtal ljósmóður við foreldra í sængurlegu. Rannsóknin styður mikilvægi þess að rannsaka frekar reynslu foreldra í sængurlegu og þörf þeirra fyrir stuðning og fræðslu af hálfu ljósmæðra. LÆKNAblaðið 2013/99 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.