Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 14
FRÉTTIR
14 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6
Árni
opnar vef
Félag viðskiptafræðinga og
hagfræðinga efndi á dög-
unum til fundar um hina mjög
svo neikvæðu umræðu um
íslenskt atvinnulíf og fjárfest-
ingar Íslendinga í Danmörku.
Er þar skemmst að minn-
ast frægra skýrslna Danske
Bank og nýlegrar umfjöllunar
Ekstrablaðsins. Ritstjóri
Nyhedsavisen, David Trads,
kom sérstaklega hingað til
landsins til að fjalla um þetta
efni, en aðrir frummælendur
voru Þórður Pálsson, fram-
kvæmdastjóri viðskiptaþró-
unar Kaupþings banka, og
Hafliði Helgason, ritstjóri
Markaðarins. Að því er fram
kom á fundinum ber mönnum
saman um að gagnrýni Dana
á umsvif íslenskra fjárfesta
í Danmörku megi rekja til
næsta fámenns hóps miðaldra
manna í þarlendu viðskiptalífi
sem eigi gömlu peningana, en
séu kannski hræddir við hina
nýju.
Umræðan um umsvif Íslendinga í dönsku atvinnulífi er hávær
og fundurinn var því fjölsóttur.
Árni M. Mathiesen fjármála-
ráðherra opnaði á dögunum
nýtt alþjóðlegt vefsetur um
íslenska skuldabréfamark-
aðinn, sem er á slóðinni www.
economy.is. Vefurinn er sam-
Meðal frummælenda
var David Trads, ritstjóri
Nyhedsavisen.Ísland - Danmörk
starfsverkefni allra helstu
banka landsins, Lánasýslu
ríkisins, Kauphallarinnar og
Íbúðalánasjóðs.
Vefurinn var opnaður við upp-
haf ráðstefnu um íslenska
skuldabréfamarkaðinn, þar
sem m.a. var fjallað um hvaða
fjárfestar hefðu virkastir verið
á íslenska markaðnum og
búast mætti við breytingum
þar.
Fjármálaráðherra opnar vefsetur um íslensk skuldabréf