Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 19
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 19
FORSÍÐUGREIN
TVÖFALT FLEIRI
ÆTLA AÐ SÆKJA ÚT
1) 200 FYRIRTÆKI YFIRTEKIN – 130 NÝ ERLEND STOFNUÐ
Frá árinu 1915 til ársins 2006 (júlí) hafa þau fyrirtæki, sem
tekin voru til skoðunar, yfirtekið rúmlega 200 fyrirtæki og
stofnað um 130 ný á erlendum vettvangi.
2) EKKERT ÓEÐLILEGT VIÐ FJÁRFESTINGAR ÍSLENDINGA
ERLENDIS Erlendar fjárfestingar Íslendinga eru á svipuðu róli
og hjá Bretum, Dönum og Svíum séu horft til erlendra fjár-
festinga sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.
3) VIÐUREIGN DAVÍÐS VIÐ GOLÍAT Nýleg kaup Íslendinga á
erlendum fyrirtækjum virðast um margt lík viðureign Davíðs
við Golíat, þar sem lítil íslensk fyrirtæki í örum vexti hafa
sum hver yfirtekið mun stærri erlend fyrirtæki.
4) FJÁRFESTINGARGLEÐINNI EKKI AÐ LJÚKA Fjöldi þeirra
hefur tvöfaldast sem segist ætla að fjárfesta erlendis á
næstu mánuðum; tímabilinu 2006 – 2007.
5) TEKJUR FRÁ ÖÐRUM LÖNDUM Árið 2005 komu um 75%
tekna fyrirtækja í íslensku kauphöllinni erlendis frá.
6) HVAÐAN KOMA PENINGARNIR? Þeir sem höfðu keypt ráð-
andi hlut í fyrirtæki erlendis á sl. 12 mánuðum voru beðnir
um að svara þeirri spurningu hvaðan fjármagnið kæmi. Tæp-
lega 50% svöruðu því til að notast væri við blöndu af lánsfé
og eigin fé. Um 35% notuðust einungis við lánsfé.
7) 57 FYRIRTÆKI FJÁRFEST ERLENDIS
Fyrst var spurt hvar fyrirtækin störfuðu og þá kom í ljós að
einungis 57 fyrirtæki af 497 höfðu tekið það skref að fjár-
festa erlendis. Af þessum 57 fyrirtækjum störfuðu 38 í fleiru
en einu landi og langflest fyrirtækin höfðu starfsemi í Bret-
landi og Danmörku.
8) GRUNNURINN Í RANNSÓKNINNI ER 21 FYRIRTÆKI
Rannsóknin var gerð til þess að sjá hvert umfang erlendra
fjárfestinga væri í raun og veru. Í upphafi voru fyrirtækin
rúmlega 30 en smám saman fækkaði þeim niður í 21. Þessi
fyrirtæki eru grunnurinn í rannsókninni sem hér er kynnt.
9) EIMSKIP ÁRIÐ 1915 Fyrsta beina erlenda fjárfestingin
sem sjá má hjá íslensku fyrirtæki átti sér stað árið 1915
þegar Eimskip opnaði fyrstu söluskrifstofu sína í Danmörku.
10) 85-FÖLD AUKNING FJÁRFESTINGA
Fjárfestingar íslenskra fyrirtækja jukust úr 5,2 milljörðum
króna árið 1997 í tæplega 442,2 milljarða árið 2005. Þetta
er nærri 85-föld aukning á aðeins 7 árum og samsvarar um
44% af vergri landsframleiðslu (GDP).
TEXTI: ÁSTA DÍS ÓLADÓTTIR • MYND: ÓLAFUR RAFNAR ÓLAFSSON
HELSTU NIÐURSTÖÐUR:
Fjárfestingagleði íslenskra fyrirtækja erlendis er ekki að ljúka! Fjöldi þeirra hefur tvöfaldast
sem segist ætla að fjárfesta erlendis á næstu mánuðum; tímabilinu 2006-2007.
Ásta Dís Óladóttir hefur gert fyrstu umfangsmiklu rannsóknina á kaupum Íslendinga á
erlendum fyrirtækjum. Þetta er fróðleg rannsókn og nær aftur til ársins 1915.
FJÁRFESTINGAR ÍSLENDINGA ERLENDIS Á NÆSTA ÁRI: