Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6
FORSÍÐUGREIN
Hvers vegna að fjárfesta erlendis? Það eru margar ástæður fyrir
fjárfestingum stjórnenda erlendis. Þær geta til dæmis verið að fá
aðgang að nýjum markaði, að draga úr kostnaði, draga úr áhættu og
auka fjölbreytni. Það getur verið persónulegur metnaður stjórnenda,
aðgangur að auðlindum og
að sjálfsögðu til þess að ná
samlegðaráhrifum.
Þegar stjórnendurnir
voru spurðir að því hver
hvatinn að baki kaupum
þeirra á fyr i r tækjum
erlendis væri þá nefndu
flestir að ástæðan væri að
ná fram auknum hagnaði
og að þeir sæktust eftir
aðgangi að nýjum mörk-
uðum. Auknar tekjur,
aðgangur að dreifileiðum og vinnuafli fylgdi fast á eftir en aðgangur
að þekkingu rak svo lestina. Einungis þeir sem höfðu fjárfest erlendis
voru spurðir þessarar spurningar.
Hvaðan kemur fjármagnið? Þeir sem höfðu keypt ráðandi hlut í
fyrirtæki erlendis á sl. 12 mánuðum voru beðnir um að svara þeirri
spurningu hvaðan fjármagnið kæmi. Tæplega helmingur svaraði því
til að notast væri við blöndu af lánsfé og eigin fé. Um 35% notuðust
einungis við lánsfé en rúm 17% nýta eingöngu eigið fé til erlendra
fjárfestinga.
1) Flest fyrirtækjanna, eða 57%, höfðu fengið lánsfé frá innlendum
lánastofnunum.
2) Tæplega 29% höfðu fengið lánsfé frá bæði innlendum og
erlendum lánastofnunum.
3) Rúm 14% einungis frá erlendum lánastofnunum.
Lykillinn að vel heppnuðum fjárfestingum Íslendinga erlendis
Flestir voru sammála um að lykillinn að vel heppnuðum fjárfest-
ingum Íslendinga á erlendri grundu væri að hafa skýra stefnu og
vel skilgreindar áætlanir um allt kaupferlið. Það er ekki nóg að taka
ákvörðun um að kaupa fyrirtæki því að það þarf að fylgja skýr áætlun
sem segir hvernig eigi að fanga það virði sem stjórnendur sjá og ekki
síður þarf að vera vel skilgreint hvernig á að skapa frekara virði í
kjölfarið.
Margir stjórnendur hafa á undanförnum árum sagt að aðferðir
þeirra við erlendar fjárfestingar séu í engu samræmi við þær kenn-
ingar sem settar hafa verið fram í alþjóðaviðskiptum. Það er gott og
blessað en það er ekki hægt að rjúka til og kaupa fyrirtæki án þess að
hafa nokkuð hugsað um hvernig hið nýja fyrirtæki muni auka við
virðið í framtíðinni. Það þarf að hafa skýra sýn og góðar áætlanir áður
Fyrsta beina erlenda
fjárfestingin sem sjá má
hjá íslensku fyrirtæki
átti sér stað árið 1915
þegar Eimskip opnaði
fyrstu söluskrifstofu
sína í Danmörku.
Eimskip var með fyrstu erlendu fjárfestinguna árið 1915.