Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 37

Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 37
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 37 Ásgeir Jónsson, forstöðumaður Greiningar KB-banka: Hverjir eru helstu kaupendur Krónubréfa og geta bréfin haft áhrif á gengi krónunnar? Útgáfan styrkir gengið „Um 75% Krónubréfa hafa verið gefin út af einum aðila, kanadíska bankanum Toronto Dominion, sem sérhæfir sig í útgáfu bréfa með ýmsum hávaxtamyntum. Slík útgáfa gefur tækifæri til að fénýta háa vexti, án þess að þurfa að taka landaáhættu (country risk) því að útgáfan er yfirleitt tryggð af stöndugum og sterkum aðilum sem fjárfestar þekkja. Kaup- endur Krónubréfanna eru yfirleitt fremur smáir fjárfestar, jafnvel einkabankakúnnar í Mið-Evrópu. Oft er gantast með að þetta séu belgískir tannlæknar og ítalskar ekkjur, sem fylgist alla jafna ekki sérlega vel með alþjóða efnahagsmálum en séu ginnkeyptir fyrir háum vöxtum jafnvel þó að íslensk gengisáhætta fylgi með. Krónubréfaútgáfa styrkir gengið. Áhrifin geta þó verið missterk, eftir því hvernig staðið er að útgáfunni, það er hvernig eignin sem stendur að baki bréfunum er mynduð. Reynslan er þó sú að gengið styrkist yfirleitt í kringum útgáfu, þó áhrifin séu kannski ekki eins mikil og vænta megi, sé tekið mið af umfangi. Krónubréfin eru ekki heitir pen- ingar í hinum venjubundna skilningi þar sem ákveðinn líftími er á þessum bréfum og það gerir útflæðið sem fylgir þeim fyrirsjáanlegt og eigendur bréfanna halda þeim yfirleitt fram að gjalddaga. Það er önnur lausbundin stöðutaka með krónunni sem skapar mestar sveiflur í gengi, þó væntingar um yfirvof- andi gjalddaga krónubréfa geti einnig haft áhrif.“ Ásgeir Jónsson. TÖLVUPÓSTURINN TIL ... Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ, Samtaka verslunar og þjónustu: Hve miklu eyða Íslendingar í jólahátíðina? Spáum 9% aukningu „Ný könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar sýnir að 12% landsmanna kaupir jólagjafir fyrir meira en 25 þúsund kr., rúm 35% kaupa jóla- gjafir fyrir á bilinu 26 til 50 þúsund kr., 23% verja 51 til 75 þúsund kr. til jólagjafa og 18% landsmanna setja 76 til 100 þús. kr. í jólagjafir. Helmingur gerir jólainnkaupin eftir miðjan des- ember. Rannsóknarsetrið spáir því að velta í smá- söluverslun í nóvember og desember geti orðið um 9% meiri en í fyrra miðað við fast verðlag, sem er reyndar aðeins minni aukning en tvö síðustu ár. Könnunin sýnir að 67% landsmanna kaupir jólagjafirnar á Íslandi og aðeins 1% kaupir einungis á Netinu eða aðeins erlendis. Valnefnd Rannsóknarsetursins kaus ávaxta- og grænmetispressu sem jólagjöfina í ár, en iPod lenti í 2. sæti og svo eru bækur og tónlist sígildar jólagjafir.“ Sigurður Jónsson. Óskar Magnússon, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar: Hvers vegna skrifaðir þú smásagnasafn? Skrifa mér til hugarhægðar „Upphaflega skrifaði ég mér til skemmtunar og hugarhægðar. Svo komust málsmetandi menn, sem ég tek mark á, í þetta og töldu að svona sögur ættu erindi víðar. Þá tók við strangur kafli yfirlestrar og ritstjórnar undir leiðsögn stíl-færra manna á vegum útgef-anda. „Ættum við kannski frekar að hafa þankastrik hér en kommu?“ var eitt sinn spurt í slíkri yfirlegu, svo vandleg getur hún orðið. Öll smáatriði skipta máli. Annars er ég óskaplega þakklátur og raunar hrærður (ekki hristur) yfir þeim viðtökum sem þessi litla bók hefur fengið, bæði hjá almenningi og gagnrýn-endum. Ég tek þetta hlutverk alvarlega og vil gera þetta vel. Aðferðin er samt ekki endilega sú að vera allt of alvarlegur.“ Óskar Magnússon.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.