Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 42

Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 Kína þar sem við fórum í þriggja daga gönguferð og heimsóttum afskekkt fjalla- þorp. Þar var einn félagi okkar með Polaroid myndavél og það var ógleymanlegt að sjá undrun og gleði bæði lítilla krakka og öld- ungsins í þorpinu að sjá og eignast mynd af sjálfum sér. Við skrifuðum ferðagreinar í DV um reisuna sem var ágætt fyrir fólkið heima að fylgjast með, því að þetta var löngu fyrir tíma GSM, blogsíðna og tölvupósts. Ég held að ég hafi heyrt í mömmu og pabba þrisvar sinnum á þessum tíma.“ Skömmu eftir heimkomuna fór Sigrún svo til náms í hótelstjórn í Luzern í Sviss. Námið tók þrjú ár og skiptist í bóklegt og verklegt nám en síðasta hluta verknámsins vann hún hjá hótelkeðju í Japan. Frá Japan lá leiðin til Kaliforníu þar sem Sigrún starfaði hjá veisluþjónustufyrirtæki um tíma. ,,Áhugi minn á hótelstjórn á þessum tíma stafaði einfaldlega af því að mig langaði til að ferðast meira og hafði fyllst eirðarleysi eftir heims- reisuna. Mér fannst hótelgeirinn heillandi og stefndi á að mennta mig í fagi sem gæfi mér tækifæri til að ferðast og skoða heiminn. Verknámið hjá Fujiya-hótelkeðjunni í Japan var mér til dæmis mjög lærdómsríkt og gaman að dvelja þar í rúma sex mánuði og kynnast því hvernig er að vera nýbúi og bjarga sér á gjörólíku máli. Þarna var mikil vinna en um helgar notaði maður tæki- færið og ferðaðist um landið, ég fór m.a.til Hiroshima sem er ógleymanleg upplifun, og síðan gekk ég ásamt skólafélögum mínum á Fuji-fjallið sem var afar sérstök fjallganga þar sem þúsundir manna voru þessa nótt í sömu erindagjörðum, að sjá sólarupprásina. Þarna er ekki hægt að vera einn með almættinu í faðmi náttúrunnar eins og er svo auðvelt hér heima.“ Íslenskur raunveruleiki Sigrún kom alkomin til Íslands í upphafi árs 1991 og réð sig sem hótelstjóra á Hótel Austurlandi á Fáskrúðsfirði. Að hennar sögn mætti henni á Fáskrúðsfirði íslenskur raunveruleiki eins og hann gerist mestur og hann kom henni aftur niður á jörðina eftir allt flakkið. Ári síðar fluttist hún til Akureyrar og var hótelstjóri á Hótel Norð- „Við Sigrún vorum miklar vinkonur frá 7 ára aldri og fram á unglingsárin en þá skildu leiðir um tíma,“ segir Guðrún Þura Kristjánsdóttir, sjúkra- þjálfari og æskuvinkona Sigrúnar. „Þrátt fyrir það höfum við alltaf verið í sambandi og erum góðar vinkonur í dag. Sigrún var rólegt barn, dugleg og samviskusöm, hún hjálpaði til heima hjá sér, vaskaði upp, ryksugaði stig- ann og fór út með ruslið. Hún hefur alltaf verið föst fyrir og jafnvel þrá á jákvæðan hátt og það má treysta henni fyrir hverju sem er. Sigrún getur verið afskaplega seig þegar hún ætlar sér eitthvað og allt frá því að hún var barn hefur hún staðið á sínu án þess að vera með mikinn hávaða. Sigrún hefur alltaf verið yfirveguð og komið vel fyrir og haft mikla félagsfærni. Mér er afskaplega minnisstætt þegar við Sigrún fórum saman í sveit í Mývatnssveitina tólf ára. Það var í fyrsta skipti sem Sigrún fór í flugvél og henni þótti afskaplega mikið til þess koma þegar vélin tók sig á loft og sagði ákveðin að hún ætlaði örugg- lega með flugvél þegar hún færi heim aftur. Sigrún heillaðist mjög af sveita- lífinu og tók fullan þátt í því en þótti framburður Norðlendinganna aftur á móti mjög einkennilegur og fyndinn. Sigrún var kynnt fyrir manninum sínum á Akureyri þegar hún starfaði þar sem hótelstjóri. Ég veit að í fyrstu leist henni ekkert á hann en honum tókst smám saman að vinna hug hennar og hjarta og mér er afskaplega minnisstætt þegar hann söng fyrir hana Spáðu í mig eftir Megas í fer- tugsafmælinu hennar.“ S A G T U M S IG R Ú N U B JÖ R K J A K O B S D Ó T T U R : ÆSKUVINKONA SIGRÚNAR BJARKAR: „Hún er með mikla félagsfærni“ S I G R Ú N B J Ö R K J A K O B S D Ó T T I R Í N Æ R M Y N D Guðrún Þura Kristjánsdóttir, sjúkra- þjálfari og æskuvinkona Sigrúnar. Mér leið eins og ég væri að synda á móti straumnum og mér er minnisstætt hversu svartsýnir vinir okkar og fjölskylda syðra voru á ákvörðun okkar að flytja út á land og töldu þau hreinlega að við værum rugluð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.