Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Síða 51

Frjáls verslun - 01.10.2006, Síða 51
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 51 verið hár. Skrifin hafa engin áhrif hér í Englandi – ég þekki Danmörku ekki nógu vel til að dæma um áhrifin en get ímyndað mér að staða blaðsins þar sé ámóta og The Sun hér. Það sem það blað skrifar nýtur ekki mikils trúverðugleika. Menn verða bara að huga að hvaðan þetta kemur, minnir mig á sögu um körfuboltakappann Michael Jordan sem eitt- hvert kjaftablaðið sagði að hefði staðið í veðmálum og tapað hundruðum þúsunda dollara. Svar hans var bara „Consider the source!“.“ Víkjum að öðrum umsvifum Baugs hér í Englandi: Kaupin á Big Food Group í febrúar 2005 voru stærstu kaupin fram að því. Þið skiptuð fyrirtækinu upp – hver hefur árangurinn af þessum kaupum verið? „Við tókum Big Food Group af markaði og skiptum fyrirtæk- inu í fjögur fyrirtæki: Iceland, Booker, Woodward og fast- eignafyrirtæki. Árangurinn í öllum fyrirtækjunum hafði áður verið heldur dapurlegur. Iceland var í krísu, Booker fékk litla athygli innan fyrirtækisins og forstjóri þess hafði sagt að Boo- ker væri eins og risastórt olíuskip með pínulitlu gati svo það hlyti að sökkva á endanum. Woodward – sem selur ferskan og tilbúinn mat á veitingastaði, í skóla og aðrar stofnanir – var í vexti og sú vaxtarsaga var notuð til að sýna vöxt í Big Food Group. Ástandið var sannarlega ekki frábært. Með því að skipta fyrirtækinu upp hleyptum við krafti í hverja einingu. Árangurinn í Iceland er augljósastur. Við fengum Malcolm Walker, sem hafði stjórnað því þegar það naut velgengni, til að taka aftur við rekstrinum. Við snerum okkur aftur að grunninum – viðskiptavinirnir hafa klárlega sýnt áhuga og þeim hefur fjölgað mikið. Það var þessi saga sem ég rakti í kynningunni um mark- aðsmálin hjá Financial Times um daginn. Stefnan hafði verið frosinn matur, en sú viðmiðun hafði breyst yfir í tilbúinn og ferskan mat með skelfilegum afleiðingum. Nú erum við að koma Iceland þangað sem keðjan var upphaflega, einblínum á frosinn mat og þá gott úrval. Um leið og við tókum aftur upp gömlu grunnhugmyndina höfum við auglýst mikið, verið með sjónvarpsauglýsingar og þetta hefur svínvirkað. Und- anfarna fimmtán mánuði hefur söluaukningin verið 20% og þar með er hún orðin sú keðja sem hér hefur vaxið mest. Booker er heildverslanakeðja og sá sem rekur hana er Charles Wilson, fyrrum aðstoðarforstjóri Marks & Spencer. Fyrir fimmtán mánuðum var þetta ein versta keðjan af þessu tagi, nú er þetta ein sú besta. Charles er stjórnandi á heims- mælikvarða og hefur náð að bæta reksturinn verulega svo að keðjan er farin að sýna söluvöxt. Woodward er þriðja stærsta fyrirtækið í Bretlandi á sviði matsöluvöru, meðal annars til mötuneyta, veitingahúsa og skóla. Velgengnin hefur verið aukin með meiri hagkvæmni. Nýlega var gengið frá kaupum Woodward á DBC Foodser- vice sem tvöfaldar veltu félagsins og þar að auki náði félagið samningum um matsölu til hersins. Kaupin á Big Food Group námu 1,1 milljarði punda og þau voru bæði stór og áhættusöm en með bestu stjórnendum sem völ var á og góðri viðskiptaáætlun hefur árangurinn orðið góður.“ Nú er jólavertíðin framundan – hversu þungt vegur jólaversl- unin í rekstrinum? „Jólaverslunin vegur þungt bæði í House of Fraser og öðrum verslunum okkar – um helmingur af hagnaði ársins hjá okkur kemur af jólaversluninni. Sama á við um aðra hér. Það þarf sterkar taugar og maga til að takast á við þennan tíma. Allt þarf að líta vel út; hillurnar verða að vera fullar og einbeitingin á þjón- ustunni. En við höfum mikla reynslu í þessum efnum og kvíðum engu.“ Hvernig heldurðu að þróun kaupmáttar verði í Englandi næstu árin? „Það er erfitt að segja en framtíðin verður örugglega erfiðari en undanfarnir 24 mánuðir. Vextir hafa verið að hækka og það setur pressu á neytendur. Þetta verður án efa erfitt ár í smásölunni og þá skilur á milli þeirra, sem þekkja sína við- skiptavini og þjóna þeim, og svo hinna. B A U G U R Í B R E T L A N D I GUNNAR SIGURÐSSON Gunnar Sigurðsson er fæddur 1969. Hann hefur starfað hjá Baugi undan- farin fjögur ár, var þar áður fjögur ár hjá Íslandsbanka. Hann bjó áður í Bandaríkjunum, vann þá hjá First Chicago bankanum sem hefur síðan sameinast JP Morgan bankanum. Gunnar flutti til Bandaríkjanna árið 1991 til að fara í nám í Suður-Alabama, en lauk síðan meistaragráðu frá Penn State háskólanum í Pennsylvaníu. Helsta áhugamál Gunnars er golf. Hann var um tíma í lands- liðinu í golfi en spilar nú með fjölskyldunni. Íþróttir eru almennt áhugamál hans, ekki síst fótbolti, og deilir þeim áhuga með sonum sínum, Friðriki Þór sem er 14 ára og Jakobi Þór sem er 10 ára. Kona Gunnars er Jónína Waagfjörð sjúkraþjálfari sem er um þessar mundir að ljúka meistaragráðu í heilsuhagfræði frá London School of Economics. Gunnar Sigurðsson. Gunnar var nýlega ræðumaður í kvöldverði á vegum fjármálablaðsins Financial Times og ræddi þar um mikilvægi markaðssetningar í rekstri fyrirtækja. Annar ræðumaður þetta kvöld var Stelios Haji-Ioanno, stofnandi og eigandi Easyjet.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.