Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Qupperneq 57

Frjáls verslun - 01.10.2006, Qupperneq 57
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 57 þegar hann væri laus frá önnum og skyldum. Bæjarstjórn Fjarðalista og Framsóknarflokks réð Helgu Jónsdóttur sem bæjarstjóra, en hún á að baki langan feril m.a. sem borgarritari. Á Breiðdalsvík, þar sem Á-listi áhugafólks um framtíð Breiðdals var sjálfkjörinn, tók oddviti listans, Páll Baldursson sagnfræðingur, við starfi sveitarstjóra af Sigfríði Þorsteinsdóttur. Hún er nú sveit- arstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps í Árnessýslu, en fyrr á árunum var hún bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir Kvennalistann og síðar Fram- sókn. Bæjarstjóri Hornfirðinga, Albert Eymundsson, hætti afskiptum af stjórnmálum, eftir að hafa verið felldur í prófkjöri sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu. Albert er nú forstöðumaður Félags- og skólaþjón- ustu Snæfellinga. Núverandi bæjarstjóri á Hornafirði er sá yngsti á landinu, Hjalti Þór Vignisson stjórnmálafræðingur, 28 ára. Suðurland Valgeir Jens Guðmundsson tók í sumar við starfi sveit- arstjóra Skaftárhrepps, sem spannar Kirkjubæjarklaustur og næstu byggðir. Gunnsteinn R. Ómarsson, sem gegndi starfinu áður, flutti til Danmerkur og fór í framhaldsnám. Í Vestmannaeyjum tók Elliði Vignisson framhaldsskólakennari við starfi bæjarstjóra og kom í stað Bergs Elíasar Ágústssonar sem réðst til starfa í Norðurþingi sem fyrr segir. Í Rangárþingi eystra, sem nær yfir Hvolsvöll og næstu byggðir, varð Unnur Brá Konráðsdóttir sveitarstjóri, en hún er jafnframt odd- viti sjálfstæðismanna í héraðinu. Sveitarstjórinn sem var, Ágúst Ingi Ólafsson, er nú skrifstofustjóri sveitarfélagsins. Í Rangárþingi ytra var Örn Þórðarson, starfsmaður hjá Atvinnuþró- unarfélagi Suðurnesja, ráðinn í starf sveitarstjóra, en Guðmundur Ingi Gunnlaugsson tók sem fyrr segir við starfi bæjarstjóra í Grund- arfirði. Einar G. Njálsson lét af starfi bæjarstjóra í Árborg í vor og við tók Stefanía Katrín Karlsdóttir, áður rektor Tækniháskóla Íslands. Einar hefur verið bæjarstjóri í alls sextán ár. Fyrst átta ár á Húsavík og svo sín fjögur árin hvor, fyrst í Grindavík og síðar Árborg. Meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Árborg sprakk í byrjun mánaðar- ins og þá lét Stefanía af störfum, en nýr bæjarstjóri meirihluta VG, Framsóknar og Samfylkingar er Ragnheiður Hergeirsdóttir sem jafn- framt er bæjarfulltrúi síðastnefnda flokksins Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í uppsveitum Árnessýslu lét Ingunn Guðmundsdóttir af starfi sveitarstjóra og er nú í stjórnunarnámi við Háskólann í Reykjavík. Sigurður Jónsson, áður bæjarstjóri í Garði, var ráðinn í hennar stað. Í neðanverðri sýslunni, þar sem þrjú sveit- arfélög voru sameinuð í Flóahrepp, varð sveitarstjóri Margrét Sigurð- ardóttir eftir að hafa áður gegnt sambærilegu starfi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þá tók Aldís Hafsteinsdóttir við starfi bæjarstjóra í Hveragerði, en hún er jafnframt oddviti lista Sjálfstæðisflokksins sem náði meirihluta í bæjarstjórn. Af störfum lét Orri Hlöðversson sem var ráðinn fram- kvæmdastjóri Frumherja hf. Reykjanes Í Garði komst nýr meirihluti til valda, Listi nýrra tíma, og tók oddviti hans, Oddný G. Harðardóttir, við bæjarstjórastarfi. Sigurður Jónsson hvarf til starfa í uppsveitum Árnessýslu sem fyrr segir. Í Vogum á Vatnsleysuströnd tók við starfi bæjarstjóra Róbert Ragnarsson, áður sérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, en Jóhanna Reynisdóttir, sem hafði verið bæjarstjóri í fjölda ára, stýrir nú nýju útibúi KB-banka í Keflavík. Að lokum höfuðborgarsvæðið. Meirihluti sjálfstæðismanna á Álftanesi féll með aðeins þriggja atkvæða mun og listi Álftaneshreyf- ingarinnar náði völdum. Sigurður Magnússon er nýr bæjarstjóri en Guðmundur G. Gunnarsson, sem gegndi starfinu, réðst til starfa hjá skipulagsdeild Kópavogsbæjar. Í Reykjavík breyttist allt með brotthvarfi R-listans. Steinunn Valdís missti borgarstjórastólinn og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tók við. Steinunn stefnir nú á þing og mun skipa fjórða sætið á framboðslista Samfylkingar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna næsta vor. Á lista sjálfstæðismanna í Krag- anum er Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar í sjötta sæti. Hvort það dugar Ragnheiði til að ná þingsæti skal ósagt látið, en vonlegt er, að hún líti í kringum sig þar sem samningar um meiri- hlutasamstarf í bæjarstjórn Mosfellinga kveða á um að bæjarstjóri fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins komi úr röðum sjálfstæðismanna en fulltrúi VG gegni embættinu árið fyrir kosningar. B Æ J A R S T J Ó R A H R I N G E K J A N Hjalti Þór Vignisson. Hornfir›- ingur og yngsti bæjarstjórinn. Einar G. Njálsson. Fyrrverandi farandbæjarstjóri. Jóhanna Reynisdóttir. Úr Vogum á Vatnsleysuströnd í KB-banka. Stefanía K. Karlsdóttir. Missti starfið með nýjum meirihluta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.