Frjáls verslun - 01.10.2006, Qupperneq 57
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 57
þegar hann væri laus frá önnum og skyldum. Bæjarstjórn Fjarðalista
og Framsóknarflokks réð Helgu Jónsdóttur sem bæjarstjóra, en hún
á að baki langan feril m.a. sem borgarritari.
Á Breiðdalsvík, þar sem Á-listi áhugafólks um framtíð Breiðdals
var sjálfkjörinn, tók oddviti listans, Páll Baldursson sagnfræðingur,
við starfi sveitarstjóra af Sigfríði Þorsteinsdóttur. Hún er nú sveit-
arstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps í Árnessýslu, en fyrr á árunum
var hún bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir Kvennalistann og síðar Fram-
sókn.
Bæjarstjóri Hornfirðinga, Albert Eymundsson, hætti afskiptum af
stjórnmálum, eftir að hafa verið felldur í prófkjöri sjálfstæðismanna
í sveitarfélaginu. Albert er nú forstöðumaður Félags- og skólaþjón-
ustu Snæfellinga. Núverandi bæjarstjóri á Hornafirði er sá yngsti á
landinu, Hjalti Þór Vignisson stjórnmálafræðingur, 28 ára.
Suðurland Valgeir Jens Guðmundsson tók í sumar við starfi sveit-
arstjóra Skaftárhrepps, sem spannar Kirkjubæjarklaustur og næstu
byggðir. Gunnsteinn R. Ómarsson, sem gegndi starfinu áður, flutti
til Danmerkur og fór í framhaldsnám.
Í Vestmannaeyjum tók Elliði Vignisson framhaldsskólakennari við
starfi bæjarstjóra og kom í stað Bergs Elíasar Ágústssonar sem réðst til
starfa í Norðurþingi sem fyrr segir.
Í Rangárþingi eystra, sem nær yfir Hvolsvöll og næstu byggðir,
varð Unnur Brá Konráðsdóttir sveitarstjóri, en hún er jafnframt odd-
viti sjálfstæðismanna í héraðinu. Sveitarstjórinn sem var, Ágúst Ingi
Ólafsson, er nú skrifstofustjóri sveitarfélagsins.
Í Rangárþingi ytra var Örn Þórðarson, starfsmaður hjá Atvinnuþró-
unarfélagi Suðurnesja, ráðinn í starf sveitarstjóra, en Guðmundur
Ingi Gunnlaugsson tók sem fyrr segir við starfi bæjarstjóra í Grund-
arfirði.
Einar G. Njálsson lét af starfi bæjarstjóra í Árborg í vor og við tók
Stefanía Katrín Karlsdóttir, áður rektor Tækniháskóla Íslands. Einar
hefur verið bæjarstjóri í alls sextán ár. Fyrst átta ár á Húsavík og svo
sín fjögur árin hvor, fyrst í Grindavík og síðar Árborg. Meirihluti
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Árborg sprakk í byrjun mánaðar-
ins og þá lét Stefanía af störfum, en nýr bæjarstjóri meirihluta VG,
Framsóknar og Samfylkingar er Ragnheiður Hergeirsdóttir sem jafn-
framt er bæjarfulltrúi síðastnefnda flokksins
Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í uppsveitum Árnessýslu lét Ingunn
Guðmundsdóttir af starfi sveitarstjóra og er nú í stjórnunarnámi við
Háskólann í Reykjavík. Sigurður Jónsson, áður bæjarstjóri í Garði,
var ráðinn í hennar stað. Í neðanverðri sýslunni, þar sem þrjú sveit-
arfélög voru sameinuð í Flóahrepp, varð sveitarstjóri Margrét Sigurð-
ardóttir eftir að hafa áður gegnt sambærilegu starfi í Grímsnes- og
Grafningshreppi.
Þá tók Aldís Hafsteinsdóttir við starfi bæjarstjóra í Hveragerði, en
hún er jafnframt oddviti lista Sjálfstæðisflokksins sem náði meirihluta
í bæjarstjórn. Af störfum lét Orri Hlöðversson sem var ráðinn fram-
kvæmdastjóri Frumherja hf.
Reykjanes Í Garði komst nýr meirihluti til valda, Listi nýrra tíma,
og tók oddviti hans, Oddný G. Harðardóttir, við bæjarstjórastarfi.
Sigurður Jónsson hvarf til starfa í uppsveitum Árnessýslu sem fyrr
segir. Í Vogum á Vatnsleysuströnd tók við starfi bæjarstjóra Róbert
Ragnarsson, áður sérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, en Jóhanna
Reynisdóttir, sem hafði verið bæjarstjóri í fjölda ára, stýrir nú nýju
útibúi KB-banka í Keflavík.
Að lokum höfuðborgarsvæðið. Meirihluti sjálfstæðismanna á
Álftanesi féll með aðeins þriggja atkvæða mun og listi Álftaneshreyf-
ingarinnar náði völdum. Sigurður Magnússon er nýr bæjarstjóri en
Guðmundur G. Gunnarsson, sem gegndi starfinu, réðst til starfa
hjá skipulagsdeild Kópavogsbæjar. Í Reykjavík breyttist allt með
brotthvarfi R-listans. Steinunn Valdís missti borgarstjórastólinn og
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tók við. Steinunn stefnir nú á þing og
mun skipa fjórða sætið á framboðslista Samfylkingar í öðru hvoru
Reykjavíkurkjördæmanna næsta vor. Á lista sjálfstæðismanna í Krag-
anum er Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar í sjötta
sæti. Hvort það dugar Ragnheiði til að ná þingsæti skal ósagt látið,
en vonlegt er, að hún líti í kringum sig þar sem samningar um meiri-
hlutasamstarf í bæjarstjórn Mosfellinga kveða á um að bæjarstjóri
fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins komi úr röðum sjálfstæðismanna en
fulltrúi VG gegni embættinu árið fyrir kosningar.
B Æ J A R S T J Ó R A H R I N G E K J A N
Hjalti Þór Vignisson. Hornfir›-
ingur og yngsti bæjarstjórinn.
Einar G. Njálsson.
Fyrrverandi farandbæjarstjóri.
Jóhanna Reynisdóttir. Úr Vogum
á Vatnsleysuströnd í KB-banka.
Stefanía K. Karlsdóttir. Missti
starfið með nýjum meirihluta.