Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6
Joorabchian hafði stór orð uppi í fyrra um
að 200 milljónir punda þyrfti að setja í liðið
svo vel væri. Kaupa það fyrir 45 milljónir;
nota 30 milljónir til að greiða skuldir; bæta
svo 30 milljónum punda við til að eitthvað
væri í kassanum og skella 100 milljónum
ofan í til að kaupa nýja leikmenn. Terry
Brown tók þessu ekki illa en sagði að sér og
öðrum eigendum lægi ekkert á að selja – og
ekki yrði selt fyrr en einhver jafn höfðing-
legur og Abramovitsj vildi kaupa.
Joorabchian hélt áfram að tala en aldrei
kom áþreifanlegt tilboð og þannig stóðu
málin í haust þegar Eggert og félagar komu
til sögunnar. Þeirra tilboði var framan af ekki
tekið með neinum fögnuði, Joorabchian virt-
ist vera alveg að koma með sitt, en svo leið
hver fresturinn af öðrum og ekkert gerðist.
80 þúsund manna Ólympíuleikvangur
Þarna virtist þó Berezovský horfinn frá en
í staðinn kominn hóteleigandinn Papa og
virtist hafa áhuga á lóðum ekki síður en
fótbolta. Í Austur-London verður reistur
risaleikvangur fyrir 80 þúsund manns fyrir
Ólympíuleikana 2012. Til að leysa vandann
um það hvað ætti að gera við leikvanginn
eftir leikana hefur Ólympíunefndin enska
verið á höttunum eftir fótboltafélagi sem
fengi þá leikvanginn sem heimavöll. Totten-
ham Hotspur, annað Austur-Lundúna lið,
hefur verið nefnt til sögunnar ásamt West
Eggert Magnússon og knattspyrnustjóri félagsins, Alan Pardew, sem nú hefur verið látinn taka pokann sinn.
Á síðustu leiktíð námu
sjónvarpstekjur West
Ham um 3,7 milljörðum
króna, eða um 47% af 7,8
milljarða veltu félagsins.