Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Qupperneq 69

Frjáls verslun - 01.10.2006, Qupperneq 69
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 69 Ham. Tottenham hefur slegið þessu frá sér, en Papa hafði áhuga á þessu fyrir hönd West Ham. Nú er þessi möguleiki að renna út þar sem gera þarf ráð fyrir framtíðarhlutverkinu í hönnun leikvangsins – byggingin á að hefjast 2008. Eggert hefur sagt við enska fjölmiðla að hann sé opinn fyrir þessu og meira en það, að hann hafi áhuga, en að leikvangurinn sé ekki afgerandi liður í kaupunum. Komi hann West Ham í meistaradeild Evrópu þarf félagið hins vegar stærri leikvang en Upton Park. Knattspyrnufélag, sem kæmi þarna inn, fengi ekki að kaupa leikvanginn heldur aðeins að verða aðalleigjandi. 80 þúsund manna leikvangur er of stór, 60 þúsund manna leikvangur væri nær lagi fyrir fótbolta en ef leikvanginum yrði haldið eftir sem frjálsíþróttaleikvangi þyrfti hann ekki að rúma nema 25 þúsund manns eftir leikana. Hvað um það, Eggert og félagar gengu að kaupunum með íslensku aðferðinni sem er orðin kunnugleg – rækilegt yfirboð, í þessu tilfelli 10 milljónir punda, voru snarir í snúningum, fljótir að ákveða sig og bara kýldu á það. Eggert hefur sannfært menn Frá því að vera litnir hornauga af öllum virð- ast Eggert og félagar hafa náð því að sann- færa menn um einlægan vilja, greiðslugetu og brennandi metnað fyrir hönd félagsins. Pardew þjálfari hefði örugglega verið látinn fjúka ef Joorabchian hefði eignast félagið, en hann var þegar búinn að troða tveimur arg- entínskum fótboltamönnum í félagið í haust, þeim Carlos Tevez og Javier Mascherano sem hafa ekki staðið undir væntingum. Eggert talaði í fyrstu hiklaust við blaða- menn og lét þá hafa farsímanúmerið sitt. En síðan beitti hann fyrir sig almannatengli, Mike Lee að nafni. Mike var einmitt mjög öflugur í þeim hópi sem beitti sér fyrir því að fá Ólympíuleikana til London og hefur því góð sambönd vilji West Ham færa sig um set í vallarmálum. Fjárfesting eða dýr dægrastytting? Það er umdeilt hvort rekstur knattspyrnu- félags sé góð fjárfesting eða dýr dægrastytting. Það er augljóslega hægt að hagnast á rekstri góðs knattspyrnufélags. Aðaltekjurnar koma af sjónvarpssendingum, greiðslur fyrir þær hafa hækkað undanfarin ár. Aðrar tekjur, eins og af áhorfendum, auglýsingum, styrkjum og sölu varnings, eru oftast háðar velgengni liðsins. Mestu munar fyrir West Ham að komast í meistarakeppni Evrópu. Á það stefnir Eggert. Sagt er að Eggert hafi þegar sett mannskap í að kynna sér hvernig tekjuhá lið eins og Manchester United og Barcelona fari að því að hagnast jafnmikið og raun ber vitni. Íslendingum tókst aldrei að búa til fjár- festingu úr Stoke þó að væntingarnar væru miklar. Sumir segja að Chelsea væri gjald- þrota ef ekki væri fyrir ótæmandi peningahít að baki liðinu. Spurningin er ekki aðeins hvað Eggert og Björgólfur eiga eftir að gera fyrir West Ham – heldur líka hvað West Ham á eftir að gera fyrir tvímenningana fótboltaglöðu. Í STUTTU MÁLI: 1. West Ham velti 7,8 milljörðum á síðustu leiktíð og hagnaðist um 1,7 milljarða. 2. Félagið á mikla tekjumöguleika í sjónvarpsrétti. 3. Félagið á dýrmætt byggingarland ef það ákveður að gera fyrirhugaðan Ólympíuleikvang að heimavelli sínum. 4. West Ham átti þrjá leikmenn í heimsmeistaraliði Englendinga árið 1966. 5. Leikarinn John Cleese er einn helsti stuðningsmaður liðsins. K A U P I N Á W E S T H A M Tekjumöguleikar West Ham liggja ekki síst í auknum gróða af sjónvarpsrétti en nýr samningur þar um tekur gildi á næsta ári, þ.e. keppnistímabilið 2007 til 2008.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.