Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6
JÓLIN KOMA
Hangikjötsilmurinn úr eldhúsinu er tengdur jóla-haldi á Íslandi órjúfandi böndum. Lengi vel var hangikjötið aðaljólamaturinn og borinn fram á
aðfangadagskvöld á allflestum heimilum landsins og enn
er það svo að hangikjötið er ómissandi á jólamatseðli
landsmanna.
„Norðlenska framleiðir mjög mikið af hangikjöti,“
segir Ingvar Gíslason markaðsstjóri, „við höfum reiknað
út til gamans að hver einasti Íslendingur borðar hangikjöt
frá Norðlenska um jólin. Og sumir oftar en tvisvar, miðað
við það magn sem við erum að láta frá okkur. Norð-
lenska selur hangikjötið í verslunum undir nokkrum
vörumerkjum en KEA-hangikjötið er vinsælast.“
KEA-hangikjöt er taðreykt. Lögð er áhersla á að fram-
leiða það á gamla mátann að svo miklu leyti sem hægt er,
en Norðlenska er einn af fáum framleiðendum sem t.d.
pækilsaltar kjötið en sprautusaltar ekki eins og víða er
gert. Að sögn Ingvars hefur KEA hangikjötið verið verkað
með þessum hætti frá því um 1930 eftir því sem elstu
menn muna. Það er því rík hefð á fjölmörgum heimilum
að snæða KEA-hangikjöt um jólin, og á sumum heim-
ilum koma jólin ekki fyrr en KEA-hangikjötið er komið
í hús.
Mest er selt af úrbeinuðu og pökkuðu hangikjöti í
neytendaumbúðum. Lærin eru vinsælust en margir fá
sér hangiframpart í heilum eða hálfum stykkjum til þess
eingöngu að fá hangikjötsilminn um húsin fyrir jólin.
Einnig býður Norðlenska uppá sauðahangikjöt, en alltaf
er töluverður markaður fyrir það, sérstaklega á Reykjavík-
ursvæðinu.
Helstu matgæðingar þjóðarinnar hafa í mörg ár valið
KEA-hangikjötið frá Norðlenska sem eitt það besta, enda
hefur það lengi verið söluhæsta hangikjötið. Taðreyk-
ingin og hefðbundin verkunaraðferðin tryggir bragðgott
kjöt með góðu reykbragði og miklu geymsluþoli. Engum
efnum er bætt við taðið og ekki er heldur bætt vatni í
hangikjötið þannig að suðurýrnun er í lágmarki. Um tvær
vikur tekur að framleiða KEA-hangikjöt. Framleiðslunni
er stjórnað af margverðlaunuðum fagmönnum og undir
ströngu gæðaeftirliti sem tryggir neytendum ávallt fyrsta
flokks hangikjöt.
Jólahefðir og hangikjöt
NORÐLENSKA:
Hangikjötið hefur alltaf verið ómissandi á íslenskum heimilum um jólin.
Norðlenska framleiðir mikið úrval af
hangikjöti undir ýmsum vörumerkjum.
KEA-hangikjötið er vinsælast en Húsavíkur-
hangikjötið frá Norðlenska er líka í miklu
uppáhaldi hjá mörgum.