Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6
JÓLIN KOMA
Tous í Smáralind.
T OUS bangsinn hefur svo sannarlega slegið í gegn víða um heim og í sumar birtist hann okkur Íslendingum í fyrsta skipti þegar verslunin TOUS opnaði í Smáralind. „Hönnunin frá
TOUS einkennist af gleði og léttleika og það er mjög skemmtilegt
að fylgjast með því hvernig bangsinn er stöðugt útfærður á nýjan
og skemmtilegan hátt,“ segir Ásgerður Ósk Jakobsdóttir sem rekur
TOUS með eiginmanni sínum Stefáni Kjærnested.
Það var TOUS fjölskyldan sem stofnaði fyrirtækið árið 1920 rétt
utan við Barcelona á Spáni. Í upphafi seldi TOUS eingöngu úr en
fyrirtækið þróaðist fljótlega yfir í skartgripaverslun. Salvador Tous
tók við fyrirtækinu af föður sínum og rekur það nú með konu sinni
Rosu Oriol de Tous og fjórum dætrum þeirra. Rosa er aðalhönnuður
TOUS og það var hún sem hannaði bangsann árið 1985. Síðan þá
hefur bangsinn verið tákn fyrirtækisins og kemur hann fram í ýmsum
myndum og formum á flestum vörum fyrirtækisins. Bangsi er eitt-
hvað sem allir þekkja frá því þeir voru börn og TOUS bangsanum
tekst því að vekja hugljúfar tilfinningar hjá fólki.
TOUS er skartgripaverslun en þar er einnig hægt að fá ýmsa fylgi-
hluti, svo sem töskur af öllum stærðum og gerðum, úr, sólgleraugu,
slæður, belti, fatnað, ilmvötn og hvers kyns gjafavöru. Herrarnir fá
líka sitt hjá TOUS, t.d. úr, ermahnappa, bindi, bindisnælur, seðla-
veski, herrailm og herraskart.
Gull, silfur og demantar Allar vörurnar frá TOUS eru fyrsta flokks
og öllum skartgripum og töskum frá TOUS fylgir tveggja ára alþjóð-
leg ábyrgð. Í boði eru skartgripir úr silfri, 18 kt gulli eða hvítagulli,
leðri, eðalstáli, perlum, demöntum og ýmsum eðalsteinum. Á hverju
ári bætast við yfir 20 nýjar hönnunarlínur í skarti svo stöðugt bætist
í vöruflokkana. TOUS framleiðir klassíska töskulínu sem er alltaf á
boðstólum, en síðan koma tvær nýjar töskulínur á hverju ári, sumar-
og vetrarlína sem eru aðeins til í takmörkuðu upplagi.
Þar sem TOUS er alþjóðlegt fyrirtæki í örum vexti með yfir 250
verslanir víða um heim, var svo sannarlega kominn tími til að bangs-
inn gerði sig heimakominn hér á landi.
TOUS bangsinn sigrar heiminn
Bangsinn á skartgripum
og vörum frá spænska
fyrirtækinu TOUS höfðar
til hjartans og kallar fram
barnið í sjálfum okkur.
TOUS:
Bangsinn leynist á töskunni.
Armband, úr og hringur frá Tous.