Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 94
94 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6
JÓLIN KOMA
Halla Guðrún Mixa, framkvæmdastjóri hönn-
unarsviðs og meðeigandi Pipars, auglýs-
ingastofu, bjó í Ástralíu á sínum tíma. Þar
eru jólin í sumarbyrjun og frekar heitt. Hún
segir að margir Ástralar velji plastjólatré
og sumir séu eingöngu með plastjólatré
sem stendur á borði. Þau eru annars í öllum
litum: skærbleik, silfurlit, gulllit og jafnvel
svört. Flest þeirra eru þó græn.
„Jólasveinninn í rauða búningnum sínum
er oft sýndur á kortum og jólaskrauti í
stuttbuxum eða sundskýlu. Hann er jafnvel
á brimbretti, ber að ofan, sólbrenndur og
stundum heldur hann á bjórdós.“
Halla Guðrún segir að margir hitti vini
sína og haldi upp á jólin með samkomu í
garðinum hjá einhverjum með hlaðborði
eða grilli. „Aðrir fara hreinlega á ströndina.
Ég hef sjálf verið á ströndinni um jólin með
„gourmet-piknikk“ í kæliboxi og kampavín
undir sólhlíf. Þá var ég búin að græja stóra
grein sem var „jólatréð“, stakk henni í
sandinn og setti jólagjafir undir skreyttu
greinina. Passa þurfti upp á að ekkert væri
í pökkunum sem gæti bráðnað. Fyrst fannst
mér dálítið undarlegt að halda jólin í sól en
þetta vandist frekar fljótt.“
Halla Guðrún segir að sumir Evrópubúar,
sem eru búsettir í Ástralíu, haldi einnig jól
að vetri til – sem sagt í júlí – til að búa til
stemmningu sem líkist jólunum í gamla
heimalandinu. „Þá er „smákuldi“ þótt ekki
sé frost.“
JÓL Í ÁSTARLÍU
Jól í sumarbyrjun
Halla Guðrún Mixa. „Fyrst fannst mér dálítið undarlegt að halda jólin í sólinni
en þetta vandist frekar fljótt.“