Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 106

Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 106
106 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 JÓLIN KOMA G allerí List í Skipholti er elsta gallerí landsins og hefur nú þjónað list-unnendum allt frá árinu 1987 og verður því tuttugu ára á næsta ári. Í Gallerí List hefur verið hægt að ganga að verkum nokkurra tuga listamanna vísum. Þangað sækir fólk bæði til þess að kaupa gjafir og líka eitthvað til að gleðja sjálft sig og prýða með heimili sín. Um þessar mundir mun nýtt listform bætast við úrval verkanna í Gallerí List að sögn Gunnars Helgasonar framkvæmdastjóra. Ákveðið hefur verið að selja þar ljósmyndir eftir þrjá þekkta ljósmyndara, Friðþjóf Helgason, Jóhann Ísberg og Ragnar Axelsson, „allt landsliðs- menn í ljósmyndun,“ segir Gunnar. „Við höfum orðið vör við það að undanförnu að töluverð eftirspurn er eftir ljósmyndum og viljum bregðast við óskum viðskiptavinanna með því að bjóða þeim myndir eftir þá þremenninga.“ Gallerí List hefur verið til húsa í Skipholti allt frá upphafi, fyrst í númer 50b, síðan 50d og nú hefur verið ákveðið að færa sig um set, en þó aðeins að Skipholti 50a. Þar verður Gallerí List í rúmgóðu og skemmtilegu húsnæði sem gefur færi á að sýna málverk og myndir hangandi á veggjum í meira mæli en verið hefur til þessa. Dagsetning flutninganna hefur þó ekki verið ákveðin enn. Enginn þarf heldur að óttast að þótt málverkin fái meira rými en þau hafa fengið til þessa verði það á kostnað annarra listmuna sem ævinlega hafa skipað háan sess í Gallerí List. Gunnar bendir á að Gallerí List leggi áherslu á að aðstoða við- skiptavini við kaup á gjöfum. Þannig geti t.d. fyrirtæki leitað til Gallerísins sé ætlunin að gefa starfsmönnum eða viðskiptavinum listaverk í jólagjöf eða við önnur tækifæri. Hægt er að ákveða hvers konar gjafir eigi að velja, myndir eða listmuni, og verðmæti þeirra en síðan taka starfsmenn Gallerísins við og pakka þeim inn og ganga frá til afhendingar. Þar með hefur verið valin einstök gjöf fyrir einstakan viðtakanda. Allar gjafir eru merktar með söludegi svo að þeir sem gjafirnar fá geta komið og skipt innan ákveðins tíma, vilji þeir frekar eitthvað annað í versluninni, hvort sem það er málverk, leirlistarverk, mynd eða skál o.s.frv. Einstakar gjafir GALLERÍ LIST: fyrir einstaka vini, viðskiptamenn eða starfsfélaga Gallerí List hefur haldið sig að mestu við hin hefðbundnu listform, þ.e. grafík, þrykk, vatnslitamyndir og málverk ásamt munum úr postulíni, leir og gleri og nú bætast svarthvítar ljósmyndir við. Fjölbreytt úrval listmuna fæst í Gallerí List.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.