Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Síða 116

Frjáls verslun - 01.10.2006, Síða 116
116 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 Þ að er löngu liðin tíð að kvikmyndahúsin geymi vinsælustu kvikmyndirnar til jólanna, en slíkt tíðkaðist á þeim árum þegar hvert kvikmyndahús var með sitt eigið umboð og enginn hreyfði við því. Gátu bíóin þar með ráðið ferðinni hvað varðar frumsýningu og var stundum farið að slá allverulega í myndirnar þegar þær loksins náðu til kvikmyndahúsagesta hér uppi á klakanum. Eitt var fastur liður, skipt var um kvikmyndir í öllum bíóum á annan dag jóla og var oft mikil hátíð í bæ og mynduðust stundum langar biðraðir við kvikmyndahúsin. Bíóumhverfið breyttist með komu Árna Samúelssonar inn í íslenska kvikmyndaheiminn. Hann fór að bjóða í myndir og var jafnvel með heimsfrumsýningar á stórmyndum, hefð sem hefur lifað góðu lífi til dagsins í dag. Nú berumst við með straumnum hvað varðar frum- sýningar og í desember eru frumsýndar myndir sem annaðhvort er nýbúið að frumsýna úti í hinum stóra heimi eða er verið að frumsýna um sama leyti og þær eru teknar til sýningar hér á landi. Jólin eru samt alltaf góður tími til að fara á bíó, bæði hér á landi sem og annars staðar og margar kvikmyndir sem mikið er búið að leggja í eru frumsýndar upp úr miðjum desember með von um góða aðsókn. Á söguslóðum og í ævintýraheimum Kvikmyndir sem beint tengjast jólunum og eru hinar eiginlegu jólamyndir eru oft teknar til sýningar seint í nóvember eða í byrjun desember þar sem líftími þeirra nær ekki lengur en til jólanna. Fjórar slíkar myndir er nú verið að sýna í bíóum í Reykjavík. Tvær þeirra, Deck the Halls og The Holiday eru gamanmyndir með jólagleði og rómantík þar sem allir eru glaðir í lokin upp á ameríska vísu, framhaldsmyndin The Santa Claus 3: The Escape er ævintýramynd fyrir börnin sem vilja trúa á jólasveininn og sú fjórða, The Nativity Story, tengist jólunum á mun raunsærri hátt, en þar segir frá ferðalagi Maríu og Jósefs til Betlehem þar sem þau síðan eignast son sinn Jesú. Sýningar á „jólamyndunum“ hefjast síðan upp úr miðjum des- ember og þar ber hæst í upphafi heimsfrumsýningu á ævintýramynd- inni Eragon, byggð á metsölubók sem komið hefur úr á íslensku. Eragon er ævintýri um ungan bóndastrák sem finnur fyrir tilviljun drekaegg. Eins og vera ber verður það upphafið að miklum ævin- týrum þar sem hinn ungi Eragon þarf að kljást við hinn illa konung landsins með hjálp töfrasverðs. Eragon er dýr kvikmynd og er búist við mikilli aðsókn. Leikstjóri myndarinnar er Stefan Fangmeier og er þetta fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir, en hann er mikill brellu- DREKARIDDARI, STRÍÐS- HETJUR, DANSANDI MÖRGÆS OG ÍSLENSKT SAKAMÁL - er meðal þess sem kvikmyndhúsin bjóða upp á um jól og áramót TEXTI: HILMAR KARLSSON KÖLD SLÓÐ: Þröstur Leó Gunnarsson leikur Baldur sem rannsakar dauða föður síns. KVIKMYNDIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.