Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Qupperneq 121

Frjáls verslun - 01.10.2006, Qupperneq 121
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 121 Í San Francisco mæli ég með: 1. Gönguferð um Kínahverfið og málsverð þar að kvöldi. 2. Gönguferð eftir Columbus stræti – sem nær frá fjármálahverfinu að Sjóminja- safninu (Maritime Historic Park). Þarna er m.a. Ítalska hverfið og kjörið að bregða sér inn á veitingastað þar í hádeginu og fá sér léttan bita. HM í knattspyrnu var á þeim tíma sem við vorum þarna – og Ítalarnir voru spenntir. 3. Dagsskoðunarferð sem felur m.a. í sér siglingu út að Golden Gate brúnni og í kringum eyjuna Alcatraz. (Munið að panta tímanlega.) 4. Ökuferð yfir Golden Gate brúna. 5. Ökuferð um hæðirnar, sérstaklega Pacific Heights. Margar kvikmyndir hafa verið gerðar á þessum slóðum. 6. Chirradelli Square. Þar var áður súkkulaðiverksmiðja, en er núna iðandi torg veitingastaða og verslana. 7. Gönguferð um miðbæinn; t.d. að Union Square. Fínt að líta þar inn í verslanir og rölta síðan niður í fjármálahverfið. Ganga t.d. niður að skýjakljúfinum Bank of America og Transamerica Tower – en það er pýramídalagaður turn sem fangar athygli allra og sker sig úr öðrum byggingum í fjármálahverfinu og setur sterkan svip á borgina. 8. Skoðunarferð í Japanska tegarðinn (Japanese Tea Garden). Blómlegur garður. 9. Að taka leigubíl upp að ráðhúsinu, City Hall. Rölta um svæðið og virða fyrir sér byggingar eins og San Francisco Museum of Modern Art, Herbst Auditorium og Óperuhúsið. 10. Að taka leigubíla – oftar en ekki. Hæðirnar í San Francisco taka í og brekkurnar eru snarbrattar. Einnig er vel þess virði að taka bílaleigubíl, a.m.k. í einn dag, og aka um borgina og næsta nágrenni hennar. Þrátt fyrir að við værum á bílaleigubíl létum við ekki verða af því að aka í norðurátt, upp í Napa- og Sonomadalina, en þar eru yfir 150 vínframleiðendur og kjörið að fara í vín- smökkun. Eða þá að aka yfir til Oaklands, Berkley og Silicon Valley; hinum megin við flóann, en Silicon Valley er þekktur sem vagga hátækni-iðnaðarins og það svæði í Bandaríkjunum sem hefur vaxið hraðast. Steinsnar þaðan er Palo Alto, en í þeim bæ er Standford háskólinn. Við sáum svolítið eftir því að gefa okkur ekki dag í viðbót í San Francisco og skoða þessa staði. En málið var að við vorum á leið í suðurátt, eftir EINUM, og þangað hvarfl- aði hugurinn eftir fjögurra daga dvöl í borg- inni sem við höfðum skoðað og þrætt býsna vel. Ferðinni var heitið til Monterey. Það er stórkostlegt svæði. Og þangað liggur „beinn og breiður vegur“! Einn. Monterey-flóinn Þetta er stórskemmtilegt svæði. Við höfðum fengið hástemmdar lýs- ingar á því áður en við fórum í þessa ferð og það stóðst væntingar. Bæirnar þarna eru hver öðrum fallegri; Santa Cruz, Monterey og Carmel. Saga Monterey helgast ekki síst af því að borgin var höfuðborg svæðisins þegar það var hluti af Mexíkó. Monterey-flóinn er þekkt golfsvæði og státar af 14 fallegum golfvöllum – þekktastir þeirra eru á Pebble Beach svæðinu. Í Monterey hefur tekist ágætlega að varð- veita arkitektúr 19. aldarinnar. Höfnin og Monterey-flóinn setja mestan svip á bæinn. Þarna er aragrúi af fallegum skútum. Þarna má finna gamlar niðursuðuverksmiðjur, Cannery Row, þekktar fyrir að sjóða niður sardínur. Á þeim slóðum gerist samnefnd skáldsaga Johns Steinbecks sem í íslenskri þýðingu heitir Ægisgata. Sædýrasafnið í Monterey er í heimsklassa. Ég hlakkaði hins vegar mest til að aka „17 mílna hringinn“ í kringum Pebble Beach svæðið, en á því eru 5 þekktir golfvellir. Þeir eru; Pebble Beach Golf Links (en þar fer fram AT&T mótið – mót atvinnumanna og áhugamanna sem yfirleitt eru þekktir leik- arar); Spyglass Hill; The Links At Spanish Bay; Poppy Hills Golf Course og Peter Hay Golf Course. Það er hægt að aka á nokkrum stöðum inn á „17 mílna hringinn“. Þetta er einkavegur og F E R Ð A L A G Gullna hliðið. Golden Gate brúin. Mikil þoka er við ströndina um hásumarið í San Francisco og því er best að skoða borgina á haustin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.