Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 122

Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 122
122 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 ekki er hægt að aka hann nema gegn greiðslu í vegskýlum. Smábærinn Carmel liggur upp að „17 mílna hringnum“. Þetta er einstaklega snyrtilegur bær, líklegast þekktastur fyrir það að Clint Eastwood var þar borgarstjóri á sínum tíma. Carmel er svolítið snobbaður bær að sjá, þarna eiga þeir ríku og frægu hús. Bærinn er líklega sá snyrtilegasti sem ég hef komið til. Mikil fágun blasir við á öllum sviðum. Snyrtimennskunni hefur verið líkt við bæina í Sviss. Það eru hvorki umferðarljós né skyndibitastaðir í Carmel. Bærinn er paradís þeirra sem hafa gaman af litlum snyrti- legum verslunum og notalegum galleríum. Á sumrin iðar Carmel af lífi ferðamanna sem flykkjast þangað – og hafa gert í yfir hundrað ár – en sögur eru til af ferðamönnum á Monterey-svæðinu frá árinu 1880. Bærinn heitir fullu nafni Carmel-by-the-Sea. Salinas Það er ágætt að gefa sér tvo daga á Monterey-svæðinu, svo ekki sé nú talað um ef fólk ætlar að spila golf. Takið eftir því að tólf golfvellir af þeim fjórtán sem eru á svæð- inu eru almenningsvellir. Spyglass Hill völl- urinn á Pebble Beach og Carmel Valley eru einkavellir. Það er sérstaklega erfitt að kom- ast inn á Carmel Valley völlinn en hann er í næsta nágrenni við heimili Clint Eastwood sem býr í Carmel dalnum – en þangað er um tuttugu mínútna akstur frá Carmel og á leiðinni að borginni Salinas. Þess má geta að leikarinn James Dean lést skammt fyrir utan Salinas fyrir bráðum fimmtíu árum þegar hann lenti þar í hörðum árekstri. Ég hvet alla til að fara til Salinas. Borgin er í landbúnaðarhéraði og þekktust fyrir að hafa alið af sér rithöfundinn John Steinbeck sem fæddist og ólst þar upp. Steinbeck er einhver mestlesni rithöfundur í heimi og eftir hann eru m.a. sögurnar Mýs og menn og Þrúgur reiðinnar. Þetta eru sögur sem allir mennta- skólanemar á Íslandi hafa lesið og sögusvið þessara bóka blasir þarna við. Í Salinas er Steinbeck-fræðasetrið; virðulegt, fræðandi og vel skipulagt safn til heiðurs skáldinu. Þar hefur verið sett upp aðgengileg og vönduð sýning um lífshlaup Steinbecks, ævi hans og ritstörf. Þetta er safn eins og Bandaríkjamenn eru hvað bestir í að gera; texti, myndir, kvikmyndir, úrklippur, munir og leiktjöld. Það er allt að því skyldumæting á þessa sýn- ingu. Skammt frá er Steinbeck-húsið þar sem rithöfundurinn bjó á fullorðinsárum sínum. Alcatraz. Þetta var rammgerðasta fangelsi í Bandaríkjunum um áraraðir. Musteri Mammons, Bank of America í San Francisco. Kvikmyndin Tower Inferno var tekin þarna upp. Bryggjan sem Willian Randolf Hearst reisti fyrir lystisnekkjur í lítilli vík á landareign sinni við San Simeon. Einmana Kýprusviður, 250 ára, við Pebble Beach. Eitt þekktasta kennileiti í Kaliforníu. Mávur í Fisherman’s Wharf í San Francisco. Fiskmannahverfið er þriðji mest sótti ferða- mannastaður í Bandaríkjunum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.