Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 128

Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 128
128 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 FÓLK Í október síðastliðnum var Eygló Svala Arnarsdóttir ráðin vefritstjóri hjá útgáfufyrirtækinu Heimi. Hefur hún umsjón bæði með íslenskum og erlendum vefjum fyrirtækisins: „Ég hef fram til þessa aðallega verið að einbeita mér að Icelandreview.com. Ég uppfæri daglega fréttir af Íslandi á ensku, daglega pistla um lífið á Íslandi, myndir, myndbönd og hljóðskrár og sendi fréttabréf til lesenda daglega. Vefurinn er í stöðugri þróun, til dæmis með sérstakri myndasíðu, spjalli og máltæki dagsins, svo eitthvað sé nefnt. Stærsta verkefnið fram- undan er uppfærsla þýskrar útgáfu Icelandreview.com. Fyrir- hugað er að birta fyrstu grein- arnar á þýsku eftir áramót. Nýlega var meðaltal heimsókna á viku mælt, frá miðjum sept- ember fram í miðjan nóvember, og borið saman við sömu vikur í fyrra, og þá kom í ljós að heim- sóknir hefðu aukist um 80%. Nú lesa u.þ.b. 9000 manns síð- una hverja viku. Einnig hef ég yfirumsjón með vefnum What’s on, sem er eins konar handbók fyrir ferðamenn, með vefsíðum Heims, Tölvuheims og Frjálsrar verslunar.“ Eygló fæddist í Noregi, ólst upp á Akureyri og er móðir hennar norsk en faðir íslenskur: „Ég á tvo yngri bræður sem báðir búa í Reykjavík. Kærasti minn til margra ára, Brynjar Vatnsdal Pálsson, er heilbrigðisverkfræð- ingur og er við það að hefja störf hjá LSH. Við útskrifuðumst bæði frá Menntaskólanum á Akur- eyri sumarið 2000. Svo fór ég í háskólanám til Erfurt í Þýska- landi og hann lærði í Álaborg. Ég útskrifaðist úr háskólanum í Erfurt sumarið 2004 með BA í samskiptafræði. Síðan lá leiðin til London þar sem ég lærði alþjóð- lega fjölmiðlafræði við University of Westminster.“ Eygló segist alltaf hafa haft áhuga á hestum og fór þegar hún var yngri í langa reiðtúra með fjölskyldunni: „Því miður hef ég ekki haft möguleika á því að sinna hestamennsku síðustu árin. Einnig hef alltaf haft brennandi áhuga á því að skálda og skrifa og sem unglingur fékk ég þrí- vegis verðlaun fyrir smásögurnar mínar í ritgerðarsamkeppni Sjálf- stæðisflokksins. Og vegna áhuga míns á ritstörfum valdi ég fjöl- miðlafræðina. Ferðalög eru mér hjartfólgin og má segja að það sé áhugamálið sem ég og kærastinn minn eigum sameiginlegt. Mér finnst gaman að kynnast nýjum menningarheimum og læra ný tungumál. Ég á orðið vini úti um allan heim, hef ferðast víða um Evrópu og búið í Austurríki, Þýskalandi, Danmörku og Eng- landi. Svo hef ég farið til Kúbu, Kína og Indlands. Við Brynjar ferðuðumst til Indlands um jólin í fyrra til að vera viðstödd brúðkaup vina okkar. Við skoðuðum Taj Mahal, fórum með lest frá Dehli til Góa, sem tók 42 tíma, og fórum á fílsbak. Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð og brúðkaupið sjálft gaf okkur einstaka innsýn í indverska menningu. Fátæktin á Indlandi kom okkur á óvart. Við, sem vorum „fátækir“ nem- endur á þessum tíma, lifðum kóngalífi, bjuggum á glæsilegu hóteli, létum dekra við okkur með hand- og fótsnyrtingu, pöntuðum mat upp á hótelher- bergi á öllum tímum sólahrings- ins og höfðum einkabílstjóra yfir daginn. Allt öðru vísi líf var fyrir utan veggi hótelsins, þar bjó fólk í hreysum við vegkantinn og betlaði mat af vegfarendum. Allar goðsagnir sem við höfðum heyrt af Indlandi reyndust réttar. Í umferðinni eru engar reglur, sá sem er frekastur og flautar hæst kemst leiða sinna, nema það sé naut á veginum. Konurnar eru í litríkum klæðum, appelsínu- gulum, gulum og skærbleikum sari vafningskjólum, sama af hvaða þjóðfélagsstigum þær eru eða hvort þær eru við vegavinnu eða á ströndinni.“ Nafn: Eygló Svala Arnarsdóttir. Fæðingarstaður: Tönsberg, Noregi, 6. ágúst 1980. Foreldrar: Kari-Mette Johansen og Arnar Sverrisson. Maki: Brynjar Vatnsdal Pálsson. Börn: Engin. Menntun: BA í samskiptafræði og MA í fjölmiðlafræði. vefstjóri Heims EYGLÓ SVALA ARNARSDÓTTIR Eygló Svala Arnarsdóttir: Ég á orðið vini úti um allan heim, hef ferðast víða um Evrópu og búið í Austurríki, Þýskalandi, Danmörku og Englandi. TEXTI: HILMAR KARLSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.