Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Síða 16
6 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Um ævi Sigurðar er fátt eitt vitað. Hann mun fæddur í Skál- holti og varla fyrr en um 1570, því faðir hans fæddist eigi fyrr en 1545 eða 1546, og a. m. k. eitt af systkinum Sigurðar, Oddur, var eldra en hann. Hann hefur því ekki verið nema urn 25 ára, þegar hann dó. Líkur eru til þess, að hann hafi verið korninn til Kaup- mannahafnar 1590, og að hann hafi dvalið þar að mestu næstu árin. Víst er, að hann var þar veturinn 1792—93, og mun hann þá hafa umgengizt þar Arngrím lærða, en Arngrímur hafði áður verið mötu- nautur Odds Stefánssonar á námsárum heggja í Kaupmannahöfn. Þegar Arngrímur fór utan 1792, hafði hann nýlega lokið riti sínu Brevis Commentarius de Islandia, og var það prentað í Höfn þennan vetur. Aftast í því er lofkvæði á latínu um Arngrím, og er Sigurður höfundur þess. Kvæðið er liðlega orl og sýnir, að Sigurður hafði gott vald á latinunni, en það segir að öðru leyti litið um skáldskapar- gáfu hans. Sumarið 1595 var Sigurði veitt rektorsembættið við Skálholts- skóla, og var hann nýlega tekinn við því, þegar hann drukknaði. Ekki er neinn vafi á því, að Sigurður Stefánsson hefur verið óvenjulega fjölhæfur maður. Samtíðarmaður hans og yfirboðari, Oddur biskup Einarsson, skrifar um hann: „Hann hefur verið hér beztur poeta og Musicus, kunni og málverk.“ Með „poeta“ á Oddur eflaust við skáld á latínumáli. Sigurður fékkst einnig við kortagerð. Á konunglega bókasafninu í Höfn finnst afrit eftir Þórð biskup Þorláksson af korti, sem hann gerði yfir norðurhluta Atlantshafsins og kringlæg lönd. Á kortinu stendur ártalið 1570, sem mun vera misritun fyrir 1590. Mér þykir liklegt, að þetta kort sé gert í Höfn, og að það standi í einhverju sambandi við hinn mikla áhuga Dana um þessar mundir á rannsóknum í norðvesturveg og leit að norð- vesturleið til Indíalanda. I sambandi við þetta voru dönsk yfirvöld sér úti um íslenzkar upplýsingar um Grænlands- og Vínlandsferðir íslendinga til forna. Vitað er t. d., að Christopher Huitfeld, sem var hirðstjóri 1542—46, flutli héðan til Noregs gamlar lýsingar af siglingaleiðum, ritaðar á latínu og norrænu og kort yfir siglinga- leiðir til Grænlands. Kort Sigurðar er um margt mjög merkilegt. Það er m. a. hið elzta þekkta kort, er sýnir legu Hellulands, Marklands og Vínlands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.