Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 19
SIGURÐUR STEFÁNSSON OG ÍSLANDSLÝSING HANS 9 álfa, huldufólk og ljúflingar, blandist bæði körlum og konum vor- um, en af því samneyti hafi sprottið ættir nokkrar svo sem Mókolls- ætt, þ. e. ætt komin frá Mókolli álfi“. Mér þykir líklegt, að bæði samtíðarmenn Sigurðar og hann sjálfur hafi trúað þessari ættfærslu, og verður þá skiljanlegri bæði áhugi hans fyrir álfum og að „það var margt rætt um hans dauða“. Það rit Sigurðar, sem lengst mun halda minningu hans á lofti, er Islandslýsing hans, Qualiscunque descriptio Islandiœ (þ. e.: Eins konar íslandslýsing eða Drög til íslandslýsingar). Þetta rit hefur Sigurður að öllum líkindum skrifað síðustu árin, sem hann var í Höfn, og er óvíst, hvort því hefur verið fulllokið, þegar hann dó. Svo leit út lengi sem þetta rit hefði sætt sömu örlögum og önnur rit hans. Vitað er, að bæði Þormóður Torfason, Oddur biskup Ein- arsson og P. H. Resen hafa haft afrit af því, en þau glötuðust öll, og sama er að segja um'afrit, sem Arni Magnússon keypti á bóka- uppboði í Kaupmannahöfn 1726. Allt fram á síðustu áratugi hefur verið talið, að þessi íslandslýsing væri með öllu glötuð. En 1928 var gefið út á prent í Hamborg handrit, sem lengi hafði legið í bókasafni Hamborgarháskóla, án þess að því hefði verið gaumur gefinn. í formálanum fyrir þessari handritsútgáfu leiðir útgefand- inn, Fritz Burg, óyggjandi rök að því, að handrilið sé afrit af Is- landslýsingu Sigurðar Stefánssonar. Þetta afrit var upphaflega í eigu Marcus Meiboms, konunglegs bókavarðar í Höfn 1653—63, og er líklega afrit af eintaki Þormóðs Torfasonar af Islandslýsing- unni. Til bókasafns Hamborgarháskóla komst það eftir krókaleið- um, sem hér yrði of langt að rekja. Afritið er gert af einhverjum ólærðum atvinnuskrifara, og er ekki alveg heilt. í miðbik þess vant- ar einhver blöð, og það endar í miðri setningu. Þó mun ekki mikið vanta á, að það innihaldi alla Islandslýsingu Sigurðar, eins og hann hafði náð að ganga frá henni. Þetta er allmikið rit. Handritið er 252 blaðsíður í kvartó og að orðatölu á við 115 Skírnissíður. Inni- hald og efnisskipun er í stuttu máli eftirfylgj andi: Fyrst er almenn náttúrulýsing (bls. 1—65 í handritinu). Er þar greint frá legu Iandsins og afstöðu til annarra landa; síðan er lýst veðráttu, hafís, snjó og jöklum. Þá er greint frá eldfjöllum, einkum Heklu, og hrakt- ar útlendar bábiljur um það fjall. Þar næst kemur kafli um álfa og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.