Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 43
KÍNA í FORTÍÐ OG NÚTÍÐ 33 En ríki þetta liðaðist í sundur og einn af höfðingjum Mongóla varð kínverskur keisari. Á þann hátt varð Kína aftur sjálfstætt ríki. Um þetta leyti hófust aftur viðskipti milli Kínverja og vestrænna þjóða. Markó Póló, ferðalangurinn frægi, sagði vesturlandamönnum frá dvöl sinni í Kína. ítalskir kaupmenn og ferðamenn mættu kínversk- um stéttarbræðrum sínum á mörkuðum og í hafnarbæjum hinna nálægu Austurlanda. Eftir að sjóleiðin til Indlands var fundin, fóru vestrænir menn af spönskum, portúgölskum, enskum og hollenzkum ættum að sigla á kínverskar hafnir og verzla þar. En til að hindra það, að þessir menn næðu ofmiklum áhrifum í Kina, þá bannaði kínverska keisara- stjórnin þeim að verzla annars staðar en í borginni Kanton, og ríkið tók að sér verzlunina. Þjóðin sætti sig við þetta, því að enda þótt alþýðan væri fátæk, hafði hún nóg til hnífs og skeiðar, því að landið er auðugt mjög frá náttúrunn.ar hendi og þarfnast raunverulega ekki margs utan frá. Árið 1644 brutust Mansjúar til valda í Kína og hröktu hina gömlu kínversku keisaraætt frá völdum. Þeir tóku fljótt upp kín- verska tungu, en þeir og keisaraætt þeirra litu með djúpri fyrirlitn- ingu á kínverska alþýðu og fékk alþýðan í landinu óspart að kenna á yfirgangi þeirra og kúgun. Þetta skapaði mikla ólgu í landinu og veikti viðnámsþrótt ríkis- ins. Það var því létt fyrir Breta að seilast til áhrifa í Kína á 19. öld. Þegar Englendingar höfðu lagt Indland undir sig og bægt Frökk- um burtu úr Austurlöndum, fóru þeir fyrir alvöru að hugsa sér til hreyfings í Kína. Þeir náðu verzluninni í Kanton að mestu leyti undir sig og lögðu meðal annars stund á ópíumverzlun. Hinir ensku kaupmenn græddu á tá og fingri, en mikill hluti hinnar kínversku yfirstéttar varð eyðilagður af ópíumnautn. Að lokum varð keisara- stjórnin kínverska að banna ópíumsöluna og gera upptækar allar ópíumhirgðir í landinu. Ilinir ensku kaupmenn í Kanton knúðu þá stjórnina í London lil að segja Kínverjum stríð á hendur. Ópíum- stríðið svokallaða hófst. Kínverjar biðu algeran ósigur fyrir Englendingum eftir tveggja ára stríð, frá 1840—42, og urðu að semja frið með afarkostum. 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.