Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 44
34 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Kína varcí að láta Hong Kong af hendi við Breta og opna fimm stærstu hafnir sínar fyrir útlendingum og leyfa þar fríverzlun. Ríkis- einkasalan og ríkiseftirlitið með verzluninni í Kína var afnumin. Þessi styrjöld opnaði augu alþýðunnar í Kína fyrir því, að hervarnir ríkisins voru alveg úreltar og að allt stjórnskipulag ríkisins var á eftir tímanum. Kínverjar, sem í margar aldir höfðu útilokað sig frá öðrum þjóðum, höfðu dregizt svo langt aftur úr, að Kína var ekki samkeppnisfært við vesturlönd á nokkru sviði. Beiskjan út af öllu þessu snerist á móti keisarastjórninni og embættisaðli hennar. í Suðurkína hófu bændur og smáborgarar uppreisn á móti keis- arastjórninni. Uppreisnarmenn, sem nefndust Taipingar, voru frá byrjun ofan á. Þeir ætluðu að steypa keisaraættinni, setja kínverska ætt í hásætið, skipta upp stórjörðum, gefa alla verzlun frjálsa og koma upp iðnaði. Taipingar voru frá byrjun fremur vinveittir útlendingum. Þó urðu vesturlöndin þeim að lokum fjandsamleg vegna þess að þau óttuðust, að þeir mundu, ef þeir ynnu sigur, koma upp iðnaði í landinu og þar með eyðileggja markaðsmöguleika vestrænna kaupsýslumanna. Að lokum sendu Bretar og Frakkar her keisara- ættinni til hjálpar. Skotinn Gordon stjórnaði her þessum og skipu- lagði hinn kínverska keisaraher. Að lokum urðu uppreisnarmenn gersigraðir og aðalleiðtogi þeirra brenndi sig lifandi í höll sinni. Síðan reyndi kínverska stjórnin að koma á ýmsum umbótum í land- inu, sjá embættismönnum sínum fyrir aukinni menntun að vestræn- um hætti, bæta og efla herinn, en keisarinn þorði ekki að hreyfa við embættisaðlinum eða stórjarðaeigendastéttinni. Ok þeirra hvíldi eins og mara á alþýðu landsins. Allar umbætur voru því unnar fyrir gýg. Hin ágengu útlendu stórveldi fóru nú að gerast æ ágengari og 1885 svældu Frakkar undir sig lénsríki Kínakeisara í Indókína. Auk þess fór samkomulag Kínverja og Japana síversnandi. Japanar höfðu með betri árangri en Kínverjar komið sér upp nýtízku her og flota og auk þess öflugum iðnaði. Aðstaða þeirra í valdabarátt- unni var því mun betri en Kínverja, enda þótt Japanar væru fimm sinnum fámennari þjóð. Árið 1894—1895 börðust Japanar og Kínverjar um yfirráðin yfir Kóreu og Formósu og siglingaleiðum á innhöfunum þar eystra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.