Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Qupperneq 45
KÍNA í FORTÍÐ OG NÚTÍÐ
35
Japanar unnu algeran sigur, og þann sigur áttu þeir flota sínum
að þakka. Þessi styrjöld kom af stað mikilli ólgu í Kína. Stuttu síðar
hófst hin svokallaða boxarauppreisn, sem aðallega var beint gegn
hinum útlendu auðmönnum, er náðu svo miklum tökum og áhrif-
um og svo miklum sérréttindum í landinu, að Kína var raunverulega
ekki lengur sjálfstætt ríki. Allur þorri þjóðarinnar og meira að
segja stjórnendurnir voru hlynntir uppreisnarmönnum. Mikill hluti
hinna útlendu auðmanna í Kína var strádrepinn, og að lokum urðu
þau stórveldi, sem hagsmuna áttu að gæta í Kína, að gera bandalag
sín á milli og senda heri til Iandsins. England, Frakkland, Þýzka-
land, Rússland og Japan voru öll í þessu bandalagi og sendu heri
til Kína, svo og Ameríkumenn. Stórveldin unnu auðveldlega sigur á
Kínverjum, vegna þess að hinar innri mótsetningar í Kína voru
mjög miklar og grunnt á því góða milli boxaranna og hinna keis-
aralegu embættismanna. Þegar friður var saminn, varð Kína að
ganga að miklum afarkostum. Kína varð að borga miklar skaða-
bætur, veita hinum útlendu stórveldum víðtæk verzlunarsérréttindi
og láta Port Artúr af hendi við Rússa. Keisarastjórnin rússneska
ætlaði einnig að ná undir sig Mansjúríu, og það varð orsök rúss-
nesk-japönsku styrjaldarinnar 1904—1905, en henni Iauk svo, að
Japanar sigruðu Rússa og ráku þá burt úr Mansjúríu og Port Artúr
og bægðu þeim þar með burt úr Austurasíu.
En kínverska þjóðin hafði nú sannfærzt um, að Mansjúaættin
væri ekki fær um að stjórna landinu og vernda það fyrir útlend-
um yfirgangi.
Keisaraætt Mansjúa varð að fara frá völdum 1911, svo að Kína
varð lýðveldi, en forsetinn varð þó hinn keisaralegi hershöfðingi,
Júan Sjí Kaí, sem studdist við lénsherrana og stórjarðeigendurna
í Norðurkína.
Hann komst brátt í mjög skarpa andstöðu við hina nýju kínversku
borgarastétt, sem náð hafði völdum í Suðurkína undir forystu dr.
Sún Jat Sen. Varð úr þessu borgarastyrjöld milli Norður- og Suð-
urkína, er stóð í mörg ár. I ýmsu er mikill munur á Norður- og
Suðurkína. f Norðurkína hafa stórjarðaeigendur og skyldulið þeirra
ráðið lögum og lofum árþúsundum saman. Bændur Norðurkína
hafa allir verið ánauðugir leiguliðar og í öllu verið á valdi jarð-