Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Síða 47
KÍNA í FORTÍÐ OG NÚTÍÐ 37 ar Rússa. ÞaS voru rússneskir hershöfðingjar, sem skipulögðu her flokksins. Dr. Sún Jat Sen var á góðum vegi með að ná yfirráðum í Kína, þegar hann dó 1925. En eftir dauða hans hófst úlfúð milli eftirmanna hans í Kúómíntang. Hin kínverska borgarastétt, sem náð hafði öll- um tökum á flokknum, snerist algerlega öndverð við Kommúnista- flokknum. Sjang Kai Sjek varð hlutskarpastur eftirmanna Sún Jat Sen. Hann studdist við borgarastéttina, en hafði í fyrstu bandalag við komm- únista. Með hjálp þeirra braut hann á bak aftur alla mótspyrnu í Suður- kína. Síðan lagði hann Norðurkína undir sig eftir harða og mannskæða styrjöld. Kína var nú aftur orðið eitt ríki. Sjang Kai Sjek marskálkur þurfti nú ekki lengur á hjálp kommúnista að halda. Sjálfur var hann og er trúr og einlægur fulltrúi hinnar kínversku borgarastéttar, enda sjálfur vellauðugur maður. Hann þverskallaðist því alveg við kröfum kínversku kommúnistanna um þjóðfélagslegar umbætur. Kommúnistar voru reknir úr Kúómíntang. í sumum borgum og fylkjum, til dæmis Kanton, reyndu þeir að mynda sínar eigin stjórn- ir. En Sjang Kai Sjek barði niður hreyfingu kommúnista með báli og brandi. 1927 lét hann á einum degi hálshöggva 25 þúsund komm- únistiska verkamenn, iðnaðarmenn og bændur á torginu í borginni Kanton. ASeins í innri og afskekktari héruðum landsins vestan til og norðan náðu kommúnistar völdum og stofnuðu þar kínverskt sovétlýðveldi með bænda- og verkamannastjórn. Þar var stórjörð- unum skipt milli fátækra bænda og iðnaðurinn settur undir eftirlit bins opinbera. í tíu ár átti Sjang Kai Sjek í borgarastyrjöld við kommúnistana kínversku. En aldrei gat hann yfirunnið þá að fullu. Samtímis átti hann í stríði við Japana um langt skeið. Japanar tóku Mansjúríu af Kínverjum. Þá var borgarastyrjöldin í Kína í slíkum algleymingi, að enginn hugsaði um að verja landið fyrir Japönum, sem fóru sínu fram eftir því sem þeim þóknaðist. En yfirgangur Japana þjappaði þó kínversku þjóðinni saman. Og þegar Sjang Kai Sjek sá, að hann gat ekki yfirunnið bæði Japana og sovétkinversku héruðin, samdi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.