Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 53
JÚLLA 43 berginu bíða vinir mínir, Maríkanarnir, við gerum okkur gott af kökunni í stað keisarans. Drottning keisarans verður að bera orðu. Eg stel frá systur minni kótilíuorðu úr pappír, festi hana með títuprjóni á sófapúða, vef vasaklúti um göngustaf föður míns og hef hann fyrir korða. Ég leiði Júllu að jólatrénu, heilsa henni með hátíðlegum orðum, bið hana að falla á kné, slæ hana með korðanum á axlirnar, slæ hana til riddara og afhendi henni orðuna frá páfanum og keisaranum. Þegar faðir minn spyr Júllu að, hvort hún hafi í raun og veru verið slegin til riddara, svarar hún: Ja, hvort hann sló mig til riddara! Og hún vísar á bug stolt og hæðnislega tilboði herra Mullers um að kaupa af henni orðuna fyrir þúsund mörk. Fína fólkið borðar styrjuhrogn. Ég næ mér í sagógrjón, sverti þau með skósvertu, læt svörtu kornin í blikkbauk og færi Júllu. Vikum saman geymir Júlla styrjuhrognin í ísskápnum, hún borðar þau ekki, hví ætti hún að gera það? Henni nægir, að keisarinn hefur sent henni styrjuhrogn, að henni hefur verið sýndur sá heið- ur að mega borða styrjuhrogn. En einn daginn eru styrjuhrognin horfin. Móðir mín hefur rekizt á þau og fleygt þeim, af ótta við að þau mundu vera eitruð. Fullorðna fólkið er heimskt. Hvernig getur það verið eitrað, sem gleður mann? Júlla kallar á mig, sýnir mér tóman baukinn og segir: Það ann mér ekki svo mikils sem styrju- hrogna! Dag nokkurn verður Júlla veik, hún sem aldrei hafði orðið veik, en alltaf hjúkrað sjúkum, móður minni, föður mínum og oldcur böinunum. Hún sem aldrei hræddist smitun, en vakti við rúm okkar nótt eftir nótt. Læknirinn getur ekki bjargað henni. Júlla hefur óráð og veit ekki að dauðinn nálgast. Hún er að vinna eins og hún hefur unnið allt sitt líf. Hvað viljið þér hér í eldhúsinu, frú Toller, hrópar hún, ég get gert þetta ein. Hún eldar og steikir, skammar stúlkurnar fyrir slóðaskap, hleypur út að vagninum til að vefja loðfeld um fætur föður míns, svo hann ofkæli sig ekki — síðan deyr hún. Eftir dauða hennar finnum við í kistum hennar og kössum eignir hennar. Peningum hefur hún aldrei safnað, heldur tylftum af sokk- um, tylftum af rósóttum skyrtum og flónelsbuxum, tylftum af kjól- um og blússum í heimanfylgju. Hún hafði lagt svo fyrir, að hún yrði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.