Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Qupperneq 58

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Qupperneq 58
48 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Undantekningarlítið hafa þeir bændur, sem þegar eru búnir að koma ræktunarmálum sínum í viðunandi horf, haft betri aðstöðu til slíkra verka en hinir, sem aftur úr hafa dregizt. Yfirleitt hafa þeir búið á góðum jörðum við góð efni. Þeir höfðu því oft fjármagn aflögu, sem þeir gátu lagt í ræktunina. Og ef þeir höfðu ekki fjár- magn, höfðu þeir lánstraust og gátu velt stórum fjárhæðum, eins og útgerðarmenn. Svo komust þeir í Kreppulánasjóð og fengu lánin strikuð út að mestu leyti. Þar með komust þeir á græna grein. Saga hinna, sem hafa dregizt aftur úr, er ekki eins ævintýraleg, (en samt sem áður dálítið lærdómsríkl. Það er nú komið upp úr kafinu, að hinir lélegu framleiðsluhættir þeirra stafa af ódugnaði. Og það er talið eðlilegt og sanngjarnt, að þeir sitji við skarðari hlut en meðalbændur, að maður tali nú ekki um stórbændur. Ef einhver skyldi láta sér detta í hug, að þessi kveðja hefði verið send fátækum hændum í illgjörnu bæjarblaði, skal það fram tekið, að svo er ekki. Hún stendur í þeirra eigin blaði, Frey, bls. 143, þ. á. En við skulum hiklaust vísa á hug ásökuninni um ódugnaðinn. Engir menn á landi hér þræla meira en bændur á óræktuðum jörð- um, og því meir sem jarðirnar eru verri. En hvers vegna hafa þeir þá ekki ræktað jarðir sínar móts við þá, sem lengst eru komnir? Þeir hafa blátt áfram ekki getað það. Þeir höfðu ekki handbært fé til þess að leggja í ræktun. Þeir höfðu ekki lánstraust og þeir fengu ekki eftirgefnar skuldir sínar í Kreppulánasjóði, svo að nokkru næmi, en urðu að dragast með raunverulega stærri lán á kreppuárunum en þeir fengu staðið undir. Auk þess búa margir þeirra á jörðum, sem hafa erfið skilyrði til ræktunar. Og síðast en ekki sízt eru jarðræktarlögin þannig úr garði gerð, að þau koma þeim, sem mest þurfa á hjálp þeirra að halda, að miklu minna gagni en ætla mætti. Styrkurinn þurfti að vera þeim mun hærri sem það átti lengra í land, að jörðin gæti talizt fullræktað býli. En í reyndinni hefur það orðið svo, að styrkurinn hefur staðið í nokkurn veginn öfugu hlutfalli við ræktunarþörfina og oftast nær verið því meiri sem efnahagur ræktunarmannsins hefur verið betri. Þá skulum við athuga, hvað hægt verður að gera til þess að jafna þennan aðstöðumun, sem nú hefur verið lýst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.