Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Síða 59
ÁFANGAR
49
Við byrjum þá á því að rannsaka ástand hverrar jarðar á land-
inu. Búnaðarfélag íslands sér vitanlega um þessa rannsókn og hún
verður kostuð af almannafé.
Það, sem við þurfum sérstaklega að fá vitneskju um, er þetta:
Hefur jörðin þegai fengið svo mikið ræktað land, að hægt sé
að afla fóðurs af því handa bústofni, er nægi stórri fjölskyldu til
framfæris?
Ef svo skyldi ekki reynast, þurfum við að fá vitneskju um tvennt:
1) Er hægt með viðráðanlegum kostnaði að auka ræktaða landið
svo mikið, að það nái þeirri lágmarkskröfu, sem að framan
er greind.
2) Liggur jörðin þannig í héraði, að heilbrigð skynsemi mæli
eindregið með því, að byggð haldist á henni til frambúðar?
Ef jörðin fullnægir ekki þessum tveim grundvallarskilyrðum, get-
ur ekki talizt ráðlegt, hvorki frá sjónarmiði ríkisvaldsins né ldutað-
eigandi bónda að leggja út í ræktunarframkvæmdir eða aðrar um-
bætur á henni.
Samkvæmt framansögðu myndi jörðum landsins verða skipt í 3
flokka að rannsókn þessari afstaðinni.
Um fyrsta flokks jarðirnar þarf ekki að ræða frekar að sinni.
Þær verða að reynast sjálfum sér nógar.
Það eru annars og þriðja flokks jarðirnar, sem við þurfum að
beina athygli okkar að.
Nú verður það tvennt að gerast mjög jafnsnemma að gera annars
flokks jarðirnar að fyrsta flokks jörðum og sjá fólkinu á þriðja
flokks jörðunum fyrir framtíðar-jarðnæði.
Snúum okkur þá fyrst að því viðfangsefni, sem fyrr var greint.
Annars flokks býlin, sem við nefnum svo, verða vitanlega mjög
misjafnlega langt komin að því marki, sem stefnt er að og áður
hefur verið greint. Sum vantar aðeins herzlumuninn. Onnur eiga
töluvert langt í land. Jafnframt verðum við að gera ráð fyrir því,
að bændurnir, sem á jörðunum búa, eigi að því skapi erfiðara með
að rísa undir ræktunarkostnaðinum sem þeir eiga lengra í land að
fullrækta jörð sína.
Samkvæmt þessu verður opinber aðstoð að verða því meiri, hlut-
fallslega, sem lengra er í land að koma býlinu í viðunandi horf.
4