Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Síða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Síða 70
60 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR jörðinni, ef þau liggja nærri. Svo flytjum við okkur búferlum til hinna nýju heimkynna, þegar allt er undirbúið sem bezt má verða. Trúlegt er, að þarna verði mötuneyti, barnastofa og ýms önnur fyrirtæki, sem til verksparnaðar mega horfa. Bændurnir leigja svo búinu þann búpening, sem þeir eiga og skipta síðan með sér hagnað- inum af rekstri búsins, þegar upp er gjört, í hlutfalli við þá vinnu, sem þeir hafa innt af höndum í þágu búsins. Á sumrin verða túnin slegin, eitt af öðru, taðan þurrkuð og hirt. Fólkið skýzt á milli í bílum eða liggur við í bæjarhúsunum, eftir því hvort betur þykir henta. Auk þess yrðu þau notuð sem sumarbú- staðir og hressingarheimili. En nú koma beitarhúsin gömlu til sögunnar í annarri og betri mynd. Kindurnar verða sem sé kyrrar, þar sem þær eru hagvanar eða því sem næst. Sumstaðar ganga fjármennirnir heim til sín að kveldi, þar sem stutt er að fara, eða aka, þar sem bílfært er. Víðast hvar myndi því þó ekki verða við komið. Þá myndu þeir gista í bæjarhúsunum, tveir og tveir saman, og gæta hvor sinnar hjarðar á daginn. Þeir myndu taka aftur upp hinn gamla og góða sið, að standa yfir fé og halda því fast að haga. Hjarðirnar myndu hafðar stórar. Fénaður af tveim eða fleiri bæjum myndi hafður saman. Þegar hagar og hey þverra, flytja hjarðmennirnir hjarðir sínar að næsta bæ og nota þar hey og haga á sama hátt. Ef til vill myndi verða skipt um oftar á vetri, ef hagar notuðust með því móti betur. Vistin að beitarhúsunum myndi þykja daufleg og engum ætlandi að hafast þar við vetrarlangt. Því mundi verða unnið þar í vöktum, þannig að enginn þyrfti að hafast þar við lengur en tvo þriðju hluta vetrarins og kannski ekki nema helming, ef mannafli væri nægur til slíks. Myndi þá verða skipt um á viku til hálfs mánaðar fresti, eftir því sem efni stæðu til. Þá hyrfu útilegumennirnir heim á búið, hirtu þær skepnur, sem þar væru til staðar, og ynnu ýmis léttari störf, eða tækju sér kannski frí að mestu leyti. Þá gætu þeir, sem kvongaðir væru, sofið á nóttunni hjá sínum ektakvinnum, en hinir ókvæntu leitað hófanna við heimasæturnar. Það myndu einkum verða hinir yngri og harðgerðari menn, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.