Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Qupperneq 79

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Qupperneq 79
UMSAGNIR UM BÆKUR 69 veriS þýddir á jafnmargar þjóðtungur sem Maugham eða staðið betur en hann undir frægð sinni og hylli. Tvö leikrit hans, Fyrirvinnan og Loginn helgi, voru sýnd hér í Reykjavík fyrir nokkrum árum, en auk þess hafa fimm eða sex skáldsögur hans birzt á íslenzku, flestar svo hraklega þýddar, að þær hafa gefið alranga hugmynd um stíl höfundarins og vinnubrögð. Mér er til dæmis í minni, að dag einn í hittiðfyrra las ég kafla úr framhaldssögu, sem birtist þá í blaði einu hér í höfuðstaðnum. Sagan átti að vera eftir Maugham. Mér fannst málið bæði flatneskjulegt og óvandað, kannaðist hálft í hvoru við efnið, en kom því hins vegar ekki fyrir mig, hvar ég hefði séð þetta áður. Loks þegar söguhetjan skýrði frá því, að hún hefði brugðið sér inn í „innjœtt veitinga- hús“ í Indlandi, rann það upp fyrir mér, að hér væri um nýjustu bók Maug- hams að ræða, The Razor's Edge, skemmtilega og góða sögu, sem hann hafði sent frá sér á sjötugsafmælinu 1944. Eg hafði þá lesið hana fyrir nokkru á ensku, en ætlaði varla að kannast við þennan kafla úr henni í íslenzku þýð- ingunni, — svo rækilega höfðu höfundareinkennin verið þvegin burtu. Ilinu má fagna, að tvær veigamestu skáldsögur Maughams, The Moon and Sixpence og Oj Human Bondage, munu vera væntanlegar innan skamms á íslenzku í ágætum þýðingum, en þær eru báðar snilldarverk. I bókinni Meinleg örlög eru fjórar smásögur frá Malajalöndum og Suður- hafseyjum, en Maugham er þaulkunnugur á þessum slóðum og lætur margar eftirminnilegustu sögur sínar gerast í suðrænu og austurlenzku umhverfi. Nafn- kunnir bókmenntafræðingar í ýmsum löndum hafa líkt honum við Tsjekoff og Maupassant, þegar honum tekst bezt, en báðir þessir meistarar smásagnaforms- ins eru einmitt andlegir lærifeður hans í víðtækari merkingu en nokkrir aðrir rithöfundar, enda hefur hann sjálfur viðurkennt, að hann eigi þeim margt gott upp að unna. Hinu ber ekki að neita, að Maugham er ólíkt brokkgengari í listinni en lærifeðurnir, þótt tækni hans og kunnátta sé ávallt örugglega hafin yfir alla meðalmennsku. í dag ritar hann meitlað og fagurt skáldverk, sem skipar honum við hlið snillinganna; á morgun semur hann snotra skemmti- sögu, sem styttir lesendunum stundir, en gleymist líka tiltölulega fljótt. Eg held, að bókin Meinleg örlög sé einkar gott sýnishorn af báðum þessum hlið- um á skáldskap Maughams: fyrsta sagan, Regn, er til dæmis ágætt dæmi um snilli höfundarins, en Sporin í skóginum birta hann aftur á móti í hversdags- búningi. Islenzka þýðingin er yfirleitt vönduð, lipur og hnökralaus, en hefur þó sjaldnast á sér hinn fágaða og listræna stílblæ Maughams, enda mun hann ekki vera eins auðfluttur á ólíka tungu og menn gætu freistazt til að halda að órannsökuðu máli. Loks má geta þess, að þýðandinn hefði tæplega getað gefið bókinni betri og sannari titil en Meinleg örlög. Ó. 1. S.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.