Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 95
UMSAGNIR UM BÆKUR 85 flórunni? Varla er það vitlaust þar. Höf. hefur bara ekki varað sig á því, að í þeim ættkvíslalykli er tvisvar vísað til Scirpus, bæði þeirra, sem hafa blöð og blaðslíður aðeins við stofninn á stráinu, og svo þeirra, sem hafa þau uppeftir stráinu — og höf. hefur lent á öfugum bás með íslenzku skúfgrösin. Af sömu ástæðu stafa sumar mótsagnirnar hjá höf. í lyklum og lýsingum, en þær eru margar. T. d. á bls. 180 og 182 um Alchemilla filicaulis. I lyklin- um stendur „aldinbikarinn hárlaus“, í lýsingunni „öll eða sum bikarblöðin hærð, hárin útstæð" (á norskunni: alle eller sume fruktbekarar med utstáende hár). I lyklinum vísar Lid tvisvar til A. filicaulis, en höf. má ekki vera að því að skilja lykilinn. Þarf að nefna fleiri dæmi um ósamræmið milli lykla og lýsinga? Lathyrus palustris: bláfjólublá blóm — gul blóm; tvær mjóar væng- ræmur — ein mjó vængræma. — Euphrasia: marggreindur stöngull — sumar tegundir ógreindur stöngull. — Veronica scutellata: blöðin heilrennd — blöðin gistennt; tennumar snúa niður, og neðan við hverja tönn er dálítill nabbi. — Salix herbacea: leggjuð hýði — hýðin legglaus. — Carex Lyngbyei: blöðin samvafin — blöðin breið og flöt. — Aconitum: klasi — ax. Svona mætti lengi telja. Eitt dæmi má þó nefna enn um óvandvirkni við aðgreiningu tegunda, þótt það sé úr tegundalýsingum. Tegundalykill og lýsingar á Galeopsis eru tekin úr norsku flórunni, nema hvað tveim setningum er bætt inn í lýsinguna úr Flóru Islands: G. Tetrahit, „krónupípan hér um bil jafnlöng og bikarinn", G. speciosa, „krónupípan um það bil tvöfalt lengri en bikarinn." G. Ladanum? Þar stendur ekkert um krónupípuna, enda er ekki minnzt á þessa tegund í Flóm Islands, ekkert stendur um það í Lid og ekki veit höf. neitt um það. Það hefði verið hægur vandi að leita sér upplýsinga um þetta, og þar sem krónupípan hjá G. Ladanum er um það bil helmingi lengri en bikarinn, hefði verið fyllsta ástæða að taka það fram. Tegundalýsingar Enginn heildarsvipur er yfir tegundalýsingunum. Sums staðar eru þær lang- ar og skilmerkilegar, ekki sízt þegar þær eru skrifaðar úr Flóm íslands. Annars staðar er þeim mjög ábótavant. Það er lýst fimm tegundum af Bromus, og þar stendur ekki annað en það, sem er í tegundalykli Bromus í norsku flórunni. Mun þeim, sem ekki þekkja Bromus, veitast allerfitt að geta sér til um útlit þessara grasa. Lýsingarnar á „ribs“ (bls. 175) virðast vera teknar upp úr ein- hverri matreiðslubók. Þar sem ég er ekki kunnugur þeirri tegund bóka, get ég því miður ekki sagt neitt um, hvaðan höf. hefur tekið það. Oft er setningum úr lyklum bætt inn í lýsingarnar, ekki sízt þar sem tekið er úr norsku flómnni. Verður þá oft mikill hrærigrautur úr, enda þótt hver einasti grasafræðingur viti, að plöntulýsingar hafa alveg ákveðið stafróf, sem ekki má breyta út af. I plöntulýsingum er ekki hlaupið frá blöðunum og yfir í fræflana, síðan í stöngulinn og þaðan í blómið o. s. frv. En þetta ofur ein- falda atriði hefur líka farið fram hjá flóruhöfundinum. T. d. í lýsingunni á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.