Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 108
98 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Eitt dæmi enn, sem fellur um sjálft sig, eins og meirihluti þeirra, sem eftir er. Guðni Guðjónsson grípur lykilinn að Galeopsis svona eins og af hend- ingu(?) sem dæmi „um óvandvirkni við aðgreiningu tegunda“. Hann veit vel, að bókin er ekki gerð til að gefa neinar tæmandi lýsingar á neinni tegund, heldur aðeins til að vera fólki til aðstoðar við aðgreiningu tegunda. Ilann veit líka vel, að G. Tetrahit og G. speciosa geta verið svo líkar, að viðvaningar eiga ekki auðvelt með að greina þær sundur, og það er tiltölulega auðvelt að skilja þær báðar frá G. Ladanum, þótt ekkert annað en það, sem stendur í lyklinum, sé nefnt á nafn. Guðni veit líka sjálfur, að það er þvaðrið eitt, þegar hann fullyrðir, að ég þekki ekki þessar tegundir sjálfur, en hann ætti ekki að vera að dæma mig út frá sjálfum sér. Honum er kunnugt um, að aðalkennari minn í erfðafræði hefur athugað þessar jurtir árum saman, og hann ræktaði þær við hlið minna súrutegunda öll árin, sem ég dvaldist í Svalöv, svo að eflaust hef ég séð þær hundraðfalt oftar en gagnrýnandinn. Annars er lengi hægt að deila um, hve langar og nákvæmar lýsingar á tegundum eiga að vera, og þykir sitt hverjum. Linné lýsir til dæmis öllum jurtum mjög stutt, en sumir grasa- fræðingar síðari tíma hafa lýst hverri tegund á nokkrum blaðsíðum. En aðal- atriðið er, að hægt sé að komast að ákveðinni niðurstöðu með aðstoð bókar- innar, og það er hægt, ef farið er með mína bók af áhuga, en ekki illgirni, og öryggi fæst um leið og myndirnar eru athugaðar nánar. Það fellur líka undir það, sem hægt er að deila um, þegar Guðni gerir athugasemdir við, að ég skuli hafa sett reiðingsgrasið í sérstaka ætt, en ekki stælt meðferð Stefáns Stefánssonar á því. En þótt það líti út fyrir, að ég sé faðir þessarar ættar, ef trúa má orðum Guðna, þá er þetta rangt. Eg fór þarna bara eftir færustu nútíma grasafræðingum, sem þó hafa gleymt að spyrja gagn- rýnandann ráða, og ættarlýsingin er þýdd beint úr einni þeirra bóka, sem fyrst birtu ættina sérstaka og gerðu sig seka um þennan glæp gegn grasavísindum Guðna Guðjónssonar. Sá maður hafði áreiðanlega aldrei séð Flóru Islands eftir Stefán Stefánsson og því ekki getað „stolið“ úr þeirri bók. En kannski hefur Stefán skólameistari séð lykla hans og hrifizt af þeim eins og ég? Guðni Guðjónsson fræðir lesendur sína á því, að „eitt aðalmarkmið" mitt sé „að athuga krómósómtölur allra íslenzkra tegunda og afbrigða". Hvaðan tekur hann þessa fullyrðingu og hvað kemur hún þessu máli við? Það getur vel verið, ef mér endist tími til, að ég athugi þessa hluti, en mitt aðalmarkmið er ekki slíkar fræðilegar athuganir, heldur hagnýtar rannsóknir í þágu land- búnaðarins. Og þótt Guðni setjist á háan hest og reyni að láta líta svo út sem ég viti ekki, að ef munur er á „krómósómtölu“ tveggja jurta, geti „í flestum tilfellum" verið „sjáanlegur mismunur á útliti" þeirra, er það vísvit- andi gert til að blása upp ryki. Guðni veit mjög vel, að mér er miklu kunnara um þetta en honum, þar eð doktorsritgerð mín og margar aðrar greinar mínar fjalla einmitt um þetta efni. Og honum er líka mjög vel kunnugt um, að ég hef allra manna bezta aðstöðu og þekkingu til að geta haft grun um, hjá hvaða tegundum er sennilegt, að munur sé á „krómósómtölunni" hér og er-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.