Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 113
UMSAGNIR UM BÆKUR 103 in viS Laugarnes, og þar eff hún hefur fundizt þar, er enginn efi á, að hún er ekki slæðingur, fyrst og fremst vegna þess að sú tegund finnst hvergi í heim- inum sem slæðingur. Ef ég hefði sleppt henni og öðrum álíka sjaldgæfum teg- undum, myndi gagnrýnandinn auðvitað hafa orðið enn æfari vegna „trassa- skaparins". — Guðni veit líka ofur vel, að Helgi Jónsson taldi sig hafa fundið Epilobium montanum á Austfjörðum, og þótt hann hafi ekki pressaff nein eintök, er engin ástæða til að efast um þetta, sérstaklega þegar maður veit, hvemig útbreiðsla tegundarinnar er. Fundur hennar í Færeyjum styður orð Helga vel, þótt Guðni leggist svo lágt að gera gys að þeim í grein, sem hann vill láta taka sem alvarlegan dóm um bók um náttúrufræði. — Og Moneses uniflora hefur ef til vill fundizt hér, eins og sagt er í bók minni, þótt ekki sé það víst, en upplýsingin: „Vex í Noregi norðar en Island er“, er ekki nein rök fyrir því að hún sé til hérlendis, þótt Guðni haldi það. Hann heldur kannski, að ég álíti, að fyrst skrælingjar búa á Grænlandi á svipuðum breidd- arstigum og ísland er, hljóti Islendingar að vera skrælingjar líka? Guðni Guðjónsson spyr, hvaða heimildir ég hafi fyrir því, að Potentilla erecta sé til á Austfjörðum, „sem við minni spámennirnir höfum ekki“. Hann ætti að kaupa og lesa „Náttúrufræðinginn", en auk þess glugga í ýmsum öðr- um ritum um íslenzkar jurtir, sem og leggja á sig að leita að jurtinni i söfnum. Ein setning í viðbót til að benda á ástæðulausar og ónauðsynlegar aðdrótt- anir Guðna. Kafla hans um „slæðinga og innlendar tegundir" lýkur með þess- um orðum: „Betula coriacea er prentuð með letri innlendra jurta, en er ekki tölusett eins og aðrar tegundir. Höf. er ekki heldur viss um að geta þekkt hana, en segir hana vera hér á landi ,að því er bezt verður séð á eintökum í grasasöfnum á Norðurlöndum‘.“ — Það er rétt, að þessi tegund er ekki tölu- sett, en það stendur aftur á móti hvergi, að ég sé ekki viss um að geta þekkt hana. Sú setning sýnir aðeins kunnáttuleysi Guðna sjálfs og illkvittnina, enda efast ég ekki um, að hann hefur aldrei séð neitt eintak af þessari birkitegund. En ástæðan til þess, að ég tölusetti ekki þessa tegund, var fyrst og fremst sú, að á þurrkuðum eintökum af henni getur manni skjátlazt, þótt sænski birki- sérfræðingurinn, dósent Bertil Lindquist, hafi talið fyllilega öruggt, að ein- tökin, sem um var að ræða, tilheyrðu þessari tegund einni. Eftir komu mína hingað í haust sá ég hana líka í nokkrum görðum hér, og í þá hafði hún komið frá Hallormsstað. Um íslenzku nafngiftirnar er það eitt að segja, að ég notaði við þær fyrst og fremst „Flóru Islands", en þar sem hennar naut ekki við, notaði ég svipaða aðferð og Stefán Stefánsson gerði, og það hefur hingað til verið taliff til fyrir- myndar. En þegar það er gert í minni bók, er það auðvitað fundið henni til foráttu, eins og annað! Nafniff „tvíbýlisstör" fellur um sjálft sig um leiff og hinu beinlínis ranga orði „tvíbýli" er breytt í „sérbýli", og þess vegna hlýtur „tvíbýlisstör“ nú að heita „sérbýlisstör". Hefði ég ekki breytt þessu, myndi Guðni eflaust hafa tekið það sem dæmi um „ósamræmi" og talið það enn eina óhæfuna „séð frá vísindalegu sjónarmiði“. Annars myndi Guðni ef til vill hafa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.