Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Qupperneq 120

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Qupperneq 120
110 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að hún var sykursæt, þá sakar ekki þótt hann geri sér grein fvrir því, hvernig sér myndi líka að dveljast með þeim sykursæta manni mánaðartíma. Hafi stíll höfundar veitt manni ánægju en aðeins komið honum til að hlæja, þá er honum hollt að íhuga hvílík hyl- dýpi leiðinda fylgja þeim manni sem á ekkert annað til en fyndni. Hafi maður hins vegar orðið fyrir áhrifum af því sem höfundur hefur sagt en hafi orðið var við ýms klaufaleg orðasambönd í riti hans, þá ber honum að leggja nákvæmlega jafn mikið upp úr „lé- legum stíl“ hans eins og hann hefur áhyggjur af framkomu góðs, viturs vinar sem er hættulegur borðdúkum þegar hann heldur á te- bolla. Klaufaskapur vinar við teborð er að vísu sorglegur, en enginn myndi segja að framkoma hans væri slæm af þeim ástæðum einum. Ennfremur, hafi stíll höfundar gefið manni ofbirtu í augun og blind- að hann með glæsileik sínum fyrir öllu öðru, þá mun honum hollast að fresta því að dást að efni hans þar til hann hefur gert sér ljóst hver muni verða lokadómur hans um mann sem varpar fyrir hann öllum persónuleik sínum við fyrstu kynni, líkt og þegar herskip tæmir öll fallstykki sín í einu. Það er athyglisvert um fólk sem mað- ur virðir, að það hefur kynnt sig smátt og smátt en hóf ekki kunn- ingsskapinn með fallstykkjaskothríð. í stuttu máli sagt ber manni að líta á bókmenntir eins og fyrirburði lífsins, þá fer ekki hjá því að hann komist að þeirri niðurstöðu að í raun og veru sé stíllinn maðurinn. Vissulega mun því aldrei verða haldið fram að stíll sé einskis virði, að hægt sé að njóta efnis höfundar án tillits til stíls. En á sama hátt er fráleitt að halda því fram að stíllinn einn geti fullnægt. Sé maður í efa um stíl, hvort hann sé góður eða slæmur, þá er skynsamlegast að gleyma því algerlega að nokkuð sé til sem kallast bókmenntastíll. Því, eins og fólk sem ekki hefur grandskoðað við- brögð sín við áhrifum bókmennta lítur á stíl, þá er ekkert til sem heitir bókmenntastíll. Það er ekki hægt að skipta bókmenntum í tvennt og segja: Þetta er efni og þetta er stíll. Ennfremur: Merkingu og gildi bókmennta ber manni að skynja og meta á sama hátt og merkingu og gildi sérhverra annarra fyrirbrigða: með hjálp heil- brigðrar skynsemi. Heilbrigð skynsemi segir manni að enginn, jafn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.