Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 12
Tímarit Máls og menningar varla minna en 250 til 350 kiónur. Hinsvegar verða félagsbækur og tímarit Jjessa árs sam- tals ekki undir 1200 blaðsíðum. Það stendur semsé óhaggað að Mál og menning býður félagsmönnum sínum enn sem fyrr upp á hagstæðustu bókakaup sem hægt er að gera um þessar mundir. Hinsvegar er alveg nauðsynlegt að árgjaldið sé nokkumveginn látið fylgja almennum verðlagshækkunum í landinu, og Mál og menning hefur í rauninni aðeins bak- að félagsmönnum sínum skaða, þegar dregið hefur verið of lengi að breyta félagsgjaldinu í samræmi við aukinn kostnað. Fclagsútgáfan Fyrsta félagsbók þessa árs, Forseti lýðveldisins eftir Miguel Angel Asturias, er nú komin út. Bókin er eitthvert mikilfenglegasta verk suður-amerískrar skáldsagnagerðar, en eins og félagsmönnum mun flestum í fersku minni hefur Mál og menning áður gefið út eina skáldsögu frá Suður-Ameriku, Ástin og dauðinn við hafið eftir Jorge Amado. Annars skal ekki fjölyrt frekar um þessa bók hér, enda má vísa mönnum sem, vilja fræðast um hana og höfundinn til formála Guðbergs Bergssonar. I þessu hefti Tímaritsins er birt stutt saga eftir Asturias til frekari kynningar. Þá er það mikið ánægjuefni að geta skýrt félagsmönnum frá því að önnur félagsbók þessa árs verður ný útgáfa Ofvitans eftir Þórberg Þórðarson. Ofvitinn, sem kom fyrst út á vegum Heimskringlu í tveim bindum 1940 og 1941, í frekar litlu upplagi, er nú löngu uppseldur og mjög fáséður hjá fornbóksölum. Það er síður en svo vansalaust að slíkt höf- uðrit íslenzkra bókmennta á tuttugustu öld skuli ekki vera fáanlegt, og það er sannarlega verkefni fyrir Mál og menningu að gera það raunverulega að almenningseign. Það hefur verið margsagt að Þórbergur Þórðarson er sérstæðastur íslenzkra rithöfunda á þessari öld. En hins hefur þó varla verið getið sem vert) væri, hve því fer f jarri að neinn annar höfundur hafi haft tilburði til að vinna verk sem gæti jafnazt á við það sem Þórberg- ur leysti einmitt af hendi með samningu Ojvitans og lslenzks aðals. Þetta eru líklega einu íslenzku bækumar á þessari öld þar sem tekizt hefur með kostgæfni og þolgæði sem er alltof ótamt íslenzkum höfundum, að leiða í ljós tíðaranda ákveðins árabils, megindrættina í andlegri þroskasögu heillar kynslóðar á fullkomlega sannfærandi hátt, — með glæsileik þess höfundar sem hefur frábært vald yfir tæki sínu, íslenzkri tungu, og beitir henni eins og menningar- og bókmenntamáli, á sama tíma og hryggilega margir höfundar virðast í verki vilja sanna að hún sé fmmstætt, menningarlaust skrílmál. Afrek Þórbergs Þórðar- sonar með Ofvitanum og íslenzkum aðli minnir helzt á þau stórverk erlendra skáldsagna- höfunda þar sem upp rís samtími þeirra lifandi fyrir sjónum eftirkomenda, og eins og þau eru þessar bækur Þórbergs hin tryggasta heimild þeim sem vilja þekkja meira en ytraborð þess tíma sem þær fjalla um. — Þórbergur Þórðarson varð sjötíu og fimm ára hinn 12. síðasta mánaðar og útgáfa Máls og menningar á Ojvitanum er því einnig ltugsuð sem hyll- ingarvottur við höfundinn á þessum tímamótum ævi hans. Áður hefur Mál og menning gefið út sem félagsbók Bréf til Láru (1950), og fyrir fjórum árum gaf Heimskringla út Ritgerðir hans í tveim bindum. Báðar þessar bækur, Forseti lýðveldisins og Ofvitinn, eru mikil verk, og af þeim sökum er ólíklegt að á þessu ári verði gefið út nýtt hefti í myndlistarflokki Máls og menningar, en bókin um Goya, sem er fyrst að koma núna, telst til síðasta árs. 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.