Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 18
Tímarit Máls og menningar rita sagnfræði, og voru reyndar að því að nokkru leyti, j árnar nærri því sem okkur þykir vera hámarksafrek í skáldsagnagerð nú á tímum. Skáld- saga gerist reyndar ekki í veruleikan- um, en það gerir sönn saga ekki held- ur. Saga gerist í episkum tíma á ep- isku sviði, því sviði þar sem Úlfar sterki er fjórði launsonur Klarelíus- ar konúngs af Afríku. Sagnfræði er með nokkrum hætti enn barnalegri tilraun en skáldsaga til að skapa goð- sögn af staðreyndum. Eigi alls fyrir laungu átti ég að svara fyrirspurn amerísks tímarits um það sem þeir kölluðu niðurleið eða forhrekkisgaungu skáldsögunnar á vorum tíma (downgrading). Ég svar- aði á þá leið að tilhneigíng til að segja frá stórmælum sem orðið hafi í veröldinni sé ekki tíska, heldur mann- kyninu innborin. Mælikvarði á stórmæli er breytileg- ur eftir stað og stund, en höfuðger- endur mannlegrar reynslu eru fastir. Þessi staðhæfíng rís meðal annars á þeirri forsendu að menn hafa ævin- lega fæðst skapaðir í kross. Ekki er útlit fyrir að á því verði nein stór- vægileg breytíng fyrst um sinn. Það er vandasöm þraut að segja sögu. Sú þraut hlítir ekki formála, reglu né fyrirmynd. Hvorki er til iðn- skóli né háskóli þar sem hægt sé að læra þessa grein. Ekki er heldur nóg að fara til einhvers meistara og herma eftir honum. Sérhver árángur í list- rænni sköpun er kominn undir ögun hugarins og leiðir af persónulegu yóga sem einginn fær miðlað öðrum. í fyrra tók ég saman þessa minnis- grein um Snorra Sturluson handa út- lendu fræðiriti: „Bók hans Heims- kríngla, sögur af Noregskonúngum, er af lærdómsmönnum ekki síður en skynsömum lesöndum alment talin lifandi dæmi fullkominnar frásögu óbundinnar. í grundvallaraðferð verður þessi frásögn naumast þekt frá sögulegri skáldsögu síðari tíma. Fáir menn hafa komið á þann stað ef stað skyldi kalla þaðan sem sögumaður Iýsir átökum. Skygni höfundarins og tærleiki í máli virðast vera aðeins tvær hliðar á einum hlut. Lesandinn sér atburðina útum eitthvert það töfragler sem gerir þá ekki aðeins trú- lega heldur umfram alt merkilega. Sjóræníngjar, búhöldar og afdala- kóngar norðan af hjara veraldar rísa tignarstórir úr ósannfróðlegri forn- aldarnótt sinni og spyrna enni við himinhvelinu. Þrátt fyrir ósnortið láthragð sögumanns í hverju tilviki verður sagan þó aldrei viðskila ein- hvern blæ af hámentaðri kaldhæðni dulinni undir ytra borðinu.“ Skáldsagan leggur fyrir höfund sinn margar gildrur, og sá sem þetta skrifar getur víst ekki stært sig af að hafa komist framhjá nokkurri þeirra klakklaust. Rætur þessarar listgreinar liggja í óminnisfjarska fomaldar, svo mörgum verkamönnum í þessum vín- 8
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.