Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 23
Persónulegar minnisgreinar um skáldsögur og leikrit is. í miðri skáldsögu getur höfundur- inn alt í einu byrjað ritgerð eða farið að halda ræðu um sjálfvalið efni, og aungan sakar, nema lesarinn verður þúngur yfir höfðinu, leggur frá sér bókina og fer að lúra. Einhvemtíma þegar hann er betur fyrirkallaður grípur hann kanski til hennar aftur þó þetta sé áreiðanlega heldur vond bók. í leikriti geta leiðindi af þessu tagi orðið til að æsa múg gegn höf- undinum. Leingd leikrits er sömuleiðis harð- ur húsbóndi. Höfundurinn verður ekki aðeins að binda sig við heim sem svo er smækkaður að hann til- heyrir í rauninni smásjánni, og svo skríngilegur í laginu að það er helst hægt að kalla hann ferhymíng með þrem hliðum og óendanleikinn ligg- ur í þeirri fjórðu, sem áhorfendur mynda; og þetta heimskríli á sér ekki leingri ævi en þeim orðafjölda nem- ur sem hægt er að segja fram á til- teknum kvöldsparti. Fari höfundur- inn frammúr þessum tíma með því að láta leikendur sína mæla þúsund orð- um of mart, þá má hann prísa sig sæl- an ef áheyrendur fara að draga ýsur í sætum sínum — í stað þess að byrj a að pípa. Hafi höfundurinn gleymt eða kanski aldrei vitað glögt um hvað leikrit hans var, og þessvegna fundist hann yrði að herða spennuna með því að hagnýta sér einhver nýorðin heimstíðindi, þá er vísast að hann uppgötvi að hér er einmitt sá staður þar sem aðkallandi heimsmál sæta ekki leingur tíðindum. Jafnvel í pass- lega vondri skáldsögu gæti það hjálp- að höfundi yfir ófæru að bæta inn einhverjum gáfulegum hugleiðíng- um um veðurlag eða velorðaðri út- málun á landslagi; ellegar að breyttu breytanda upptalníngu á snyrtilyfja- buðkum og meðalaglösum sem standa uppá hillu í baðherberginu hjá hon- um, einsog amríski rithöfundurinn Salinger gerir; en ekkert af þessu dugir leikritahöfundi. Oðru nær, það mundi fara með hann. Meira að segja tilsvar fult af samþjöppuðu mannviti getur orðið til að veikja leikinn hættulega, standi það ekki í réttum rökteingslum við grundvallarhug- mynd verksins. Sérhvert orð sem heldur ekki í við samsvarandi verkn- að í leikriti, hvert orð sem skortir efnislega baktryggíngu, vekur hjá á- horfandanum svipuð áhrif og ávísun sem ekki er innstæða fyrir í bánkan- um. Þegar verið er að semja skáld- sögu þá er holt að hafa símagjald- skrána til Falklandseya sér til leið- beiníngar. Óttinn við að þurfa að greiða undir hvert orð eftir gjald- skrá mundi forða mörgum höfundi frá málaleingíngum. Ef verið er lángt í burtu frá eyunum þá er ekki vert að fjölyrða um veðurlag og helst sleppa skýafari með öllu, svo og sólsetrum og dögg á blómum. Leikrit krefst enn meiri sj álfsafneitunar í orðafari en skáldsaga, af því sérhvert orð stendur 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.