Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 30
Tímarit Máls og menningar stæði bakvið svona fagnað. En hvað ég sé að vilja hér, það heldur áfram að vera mér j afnhulið. Þá segir yfirhershöfðinginn: Guð forði yður frá því góði maður að ofmeta okkur í herforíngjaráðinu. 1 því horni á einginn fyrir skroi handa sjálfum sér aukinheldur öðrum, hahaha. 1 miðjum hlátri herforíngjaráðsins steyptist íslendíngurinn aftur í boða- föllum yfir selskapinn og fór svo að hann læsti yfirhershöfðingjann í arma sér, en ég sat uppi með biskupinn aftur. Klerkdóminum hafði sumsé ekki tek- ist að koma mér af sér á herforíngj aráðið. Hávaðinn af veislugleðinni var orðinn slíkur að þó menn stæðu ekki nema tvo sentimetra hvor frá öðrum varð einn og sérhver að æpa hvað aftók til að láta næsta mann heyra til sín. Þá æpti ég uppí eyrað á biskupnum: Það má einu gilda um mig Ignoramus Ignorabimus. En hver kallaði á yður, herra, og hvað eruð þér að gera hér og hver er sá sem stj órnar þessu ? Finst yður nöfn skifti máli, æpti þá biskupinn í eyra mér. Eða hafið þér séð borðið? Eg kvað svo ekki vera enda kynni ég betur við að sjá gestgjafann fyrst, en biskupinn lét duga að leiða mig að borðinu og var horfinn. Það fór ekki hjá því að umhverfis borð þetta drægi heldur oní mönnum, nokkrir voru stjarfir af forvitni, en aðrir höfðu þegar tekið til starfa. Ég hlaut að viðurkenna að þvílíkur mannfagnaður í mat og drykk var óhugsanlegur í nokkrum þeim stað þar sem tilviljun ræður. Uppúr mjúkum mosaþembum dúfubríngnanna, andatúngum einsog í Kína og svörtum spreingi- söndum styrjuhrogna risu tignarlegar nefkökur og skínandi hvítfaldaðar tertur. Fulltrúar mannfélagsstigans upp og ofan höfðu þyrpst að borðinu hver með sinni frú. Af útliti að dæma voru þar komnir bæði verslunarhöldar, úr grósserum oní búðarlokur, og embættismenn alt niður í smákontórista, bæar- bílstjóra og aðstoðarmenn í gatnagerðinni. Frúrnar höfðu gert á sér skyndi- tilhald vegna þess hve veisluna bar bráðan að, sumar með því að sápuþvo sér í framan, eða jafnvel sandskúra sig inní háræðar, aðrar höfðu gripið til vara- litarins í örvæntíngu á síðustu stundu með þeim afleiðíngum að þær virtust hafa verið að borða sætsúpu. Ymsir voru hálffeimnir eða jafnvel eitthvað skömmustulegir einsog þegar menn dreymir þeir séu í ofstuttri skyrtu á al- mannafæri. Á furðumörgum var þesskonar fát einsog þeir hefðu dottið onum ræfrið á matvælabúð og vissu ekki gjörla hvort þetta heyrði undir innbrot eða venjulegt slys. Nokkrir glottu í einhverjum hálfkæríngi frá þeim dögum 20
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.