Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 31
Dúfnaveislan í barnæsku þegar menn voru staönir að því að stela rófum úr kálgarði. Þar voru og þeir sem af nokkrum rökum virtist hrjósa hugur við að leggja í dúfu- hrjóst, og aungan sá ég sem dirfðist að tixa andatúngu uppá diskinn sinn, ein- stöku spurði tortryggilega hvað þetta væri og létu menn sér fátt um finnast er þeir fréttu hið sanna. En því fór betur að hinir voru fleiri sem tróðu gúlana af öllum mætti einsog þeir óttuðust að verða helétnir að öðrum kosti. Nokkr- um svelgdist á svo þeir blánuðu og einn maður varð að láta gánga undir sér út, af því hann hélt því fram að hann hefði gleypt byssukúlu. Kona nokkur stakk súrsaðri svínskjúku oní ráptuðruna sína og sagði í afsökunarskyni að hún hefði ekki ráðrúm til að naga af þessu fyren í fyrramálið að maðurinn hennar væri farinn á kontórinn; bætti því við að sparitennurnar sínar dygðu hvort sem er ekki nema í plokkfisk. Afturámóti hafði ein heldrikona þorað til við styrj uhrognin — sem vonandi hafa verið ósvikin — og var farin að éta þetta með skeið einsog grjónavatnsgraut. En þegar fólk komst smám saman að raun um að hér mátti hver og einn gánga í ætið öfundarlaust af öðrum mönnum, þá sé á marga einskonar yndismók þar sem þeir létu skoltana gánga einsog þegar úlfaldar jórtra í eyðimörkinni, og gleymdust spurníngar sem mörgum höfðu verið hugstæðar um skeið. Ekki má gleyma að drepa fám orðum á sérstæðan fulltrúahóp sendan á vett- váng af þeim mönnum sem upp eru hafnir ofar stund og stað. Þessi einkenni- legi kynþáttur átti sér fulltrúa í nokkrum úngum nútímastúlkum sem mynduðu hnapp í mátulegum fjarska við borðið og stúngu í stúf við aðra menn líkt og þar væru komnir grænir negrar. Hópur þessi lagði ekki til mála utan bros það sem í miðaldalist nefnist gotneska hrosið en sumir höfundar kenna við óskilj anlegan þjóðflokk sem kallast etrúskar; þó er bros þetta frægast af musterislist indverja þar sem það er eignað Búddha. Þessar verur óhreink- uðu sig ekki á opinberri fæðutekju. Þær voru klæddar líkhjúpum sem dróu úr barminum en gerðu þær kúpuvaxnar um bak og herðar um leið og kvið- urinn myndaði nipra búngu sem eftilvill var þó tilbúin. Þær voru yfirlitum einsog dóttir veitingakonunnar handan Rínar, sú sem mest hefur verið elskuð og leingst, eða jafnvel æskufull persóna úr Ameríku sem svo nýlega er örend að hún hefur enn ekki verið litborin til grafargaungu; varirnar hafa hvítnað fyrir blæ dauðans; blátt kríngum augun. Verur af þessu tagi eru í rauninni nafnlausar, heimkynni þeirra án áritunar og númers nema eftilvill leynilega í dýpstum náttkjöllurum heimsborgarinnar einsog lík þau sem fyrir eina tíð voru heingd upp á veggi í neðanjarðarhvelfíngum í Palermó. Því þær voru ekki aðeins heilagar jómfrúr og bleikur nár í senn, heldur leyndist með þeim 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.