Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Qupperneq 34
Tímarit Máls og menningar Ég er hræddur um að gestgjafinn sé því miður teptur vegna aðkallandi við- skifta. Hann er nefnilega að pressa sparibuxumar mínar. En fyrst þér leggið svo mikið uppúr þessu — Hann kallaði á einkennisklæddan léttadreing og skipaði honum að fá mér hattinn minn og vísa mér leið. Hvert, spurði dreingurinn. í þjóðhöfðíngjastofuna, sagði kæmeistarinn. Pilturinn vísaði mér útum lítilmótlegar aukadyr, hurt úr veislusölunum, síðan um rángala inní sjálft gistihúsið. Þetta forlátagistihús var eitt þeirra sem haft hafa myndarskap og framtak til að hugsa fyrir þjóðhöfðíngjum á ferðalagi og muna eftir að konúngar eiga í því sammerkt við aðra menn að þeir þurfa að sofa. Hafði gullkóróna mikil og fögur verið sett upp fyrir ofan hvítmálaða vængjahurðina að utanverðu. Pilturinn lét mig inní forsal konúnglegrar vistarveru og ég tók ofan hattinn minn og heingdi hann sjálfur uppá snaga með því skósveinar voru aungvir viðlátnir. Síðan gekk pilturinn inní setustofu þjóðhöfðíngja að boða komu mína. Hann kom aftur að vörmu spori með þeim skilaboðum að ég mætti gánga inn, kvaddi hermannakveðju fyrir krónu og var á brott. Ég drap á dyr. Að innan var sagt með lágri röddu, utanvið sig, einsog uppúr önnum: kom inn. í móttökusalnum þar sem ég sté nú inn hafði fátt verið gert til að auka á tignarblæ sem byrjaði svo göfugum leigutökum, nema stólar með skyldugum svip af Hlöðvé fimtánda höfðu ekki með öllu verið teknir burt vegna tilefnis- ins. Tvær útásaðar handtöskur á gólfinu höfðu verið skrubbaðar úr sápu- vatni. Þær höfðu ryðgaða lása og önnur var líklega kviklæst því hún var reyrð með snærum. Roskin kona í svörtum taftsilkikj ól sat á einum rokokkóstólnum og hafði bera fætuma oní bala. Strokfjöl var komið fyrir á miðju gólfi og stóð þar maður nokkur yfir í hálshnútunum og var að pressa buxur með bolta- járni. í útflúruðum hægindastólum hvítum og gullnum, alt í kríng, biðu mörg pör af buxum. Þessi maður var lágvaxinn og krángalegur, nokkuð við aldur, fölleitur með svört augu og rauða hvarma; það lítið eftir var af hári bak eyr- um honum var dökt, og svo efrivararkampur hans sem reyndar var ekki nema nokkrir gisnir broddar hrokknir. Ég bauð góðan dag. Góðan dag, sagði buxnapressarinn allur með hugann við verk sitt, en þó ljúflega: Gerið svo vel. Hvað er yður á höndum? Ég er að leita að þeim mikla gestgjafa, segi ég. Eruð þér hann? 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.