Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 35
Dúfnaveislan Ég geri við buxur fyrir fólk, svaraði maðurinn ögn tafsandi, og brosti yfir- lætislaust. Á ég kanski að pressa fyrir þig? Ég á við hm, voruð það þér — Ég er að verða sjötugur, sagði buxnapressarinn og skvetti vatni á buxurnar og það snarkaði í og gaus upp þægilegur dampur þegar hann dró á þær heit- an boltann. Er þetta frúin, með leyfi, sagði ég. Öllu má nú nafn gefa, sagði konan. Ég bið yður að fyrirgefa hvað ég er slæm í fótunum. Mig lángar að þakka ykkur fyrir mig, sagði ég. Ég hef ekki í annan tíma komið í meiri veislu og á varla eftir að koma í aðra eins. Guð er mikill, sagði frúin. Ég bauð símaskránni, sagði buxnapressarinn. Mætti ég spyrja hvaðan slíkur öðlíngur er upprunninn? Deroppefra, sagði maðurinn með öllu án sjálfsþótta og á kafi í verki sínu. Þetta danska orð er einkennilega hugsað. í fljótu bragði virðist það sam- svara því sem á ensku mundi kallað „from up there“. Að öðru leyti er merk- íng þess svo sundurleit að það getur þýtt bæði „ofan af skammbitum“ og „úr Himnaríki sjálfu“. Þó er enn merkilegra að þetta danska orð gelur einnig táknað „af íslandi“. Og þér kunnið vel við yður í þjóðhöfðíngjastofu, spyr ég. Ha, segir maðurinn, þó ekki nema mátulega hissa. Jæa svo þetta er þjóð- höfðíngjastofa. Heyrirðu það kona? Ekki er það mér að kenna. Þeir um það á ferðaskrifstofunni. Nema ég vona að við séum ekki fyrir neinum. Þjóðhöfðíngjar eru líka menn, sagði konan. Við erum öll hér. Nema fæt- urnar á mér, þær eru dánar. Sumir segja að veröldin sé svikin. Ja hvað heldur bóndi yðar, segi ég og sný mér að manninum. Teljið þér að veröldin sé svikin eða ekta, herra klæðskerameistari? Ég er ekki ldæðskerameistari, sagði maðurinn. Ég pressa buxur. Hitt er annað mál, að það er skrýtið að grasið skuli vera ónýtt eftir sumarið. Og þó, sá sem einhverntíma hefur makað hlanfor á tún í gróandanum og kanski hefur grútarlyktina lagt samtímis neðanúr fjöru þar sem þeir eru að bræða lýsið, hann mun ekki halda því fram að veröldin sé svikin. Virðið mér á betra veg þó ég spyrji: Finst yður ekki ábyrgðarhluti að eiga fé sem nægir til að bjóða símaskránni? Það er hverju orði sannara, sagði maðurinn. Ég finn til ábyrgðar. Og ein- mitt þessvegna bauð ég símaskránni. Ég hef heyrt að Egill Skallagrímsson 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.