Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Qupperneq 40

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Qupperneq 40
Tímarit Máls og menningar í sömu andrá. Söngvar förumannsins komu 1918. Þeir Stefán og Davíð opn- uðu flóðgáttirnar. Næstir þeim stóðu Sigurður Nordal, Tómas Guðmimds- son, Magnús Asgeirsson. Söngvar förumannsins, Fornar ástir, Svartar fjaðrir, Fagra veröld, þær bækur hljóma allar vel saman. Sigurður og Tómas eru öllum mönnum hæfari til að bregða upp mynd frá þessum dög- um. En lítið á allar kynslóðirnar og flóðöldurnar síðan: Þórbergur og Kiljan, Jóhannes úr Kötlum og Guð- mundur Böðvarsson, þá Snorri Hjart- arson og Jón Helgason og loks Steinn Steinar og kynslóðirnar eftir hann, atómskáldin öll eða þau sem nefna sig formbyltingarskáld. Mér þykir ekki ósennilegt að sá grunur leynist í brjósti ykkar að við sem samferða vorum kynslóð Davíðs sjáum kveðskap hans í einskærum rómantískum hillingum. Það er eðli- legt að mörgum hinna yngri gangi ekki vel að skilj a þá aðdáun sem höfð var á Davíð fram á síðustu ár, í raun- inni löngu eftir að bækur hans voru þess megnugar að hafa sömu áhrif og áður. En það er sagan um alla kónga er sitja lengi að völdum, að einhvers staðar verður ókyrrð í rík- inu. Og í rauninni varð aldrei nein uppreisn gegn Davíð. Hann naut fram á hinztu stund þeirrar virðingar og frægðar sem hann ávann sér ungur. Og það er engum ofsögum sagt af ungri frægð hans, þau ár sem hann var að vinna sér ástir kóngsdóttur og ríki hennar. Má þar til sanns vegar færa að ekki er gefið öðrum en þeim sem þá voru ungir að skynja til fulls þau áhrif sem ljóð hans höfðu, eða eins og Tómas Guðmundsson segir: „... eitt er að ganga að hlut vísum og annað að uppgötva hann. Sjálft ævin- týrið, sú heillandi birta sem stafaði inn í hugskot okkar frá ljóðum Da- víðs Stefánssonar verður aldrei öðr- um miðluð til neinnar hlítar, hún verður eftir hjá okkur, sem lifðum nýstárleik hinna fyrstu kynna, og fer með okkur í gröfina.“ En hvernig sem það má skýra, er ég líklega ekki af sömu kynslóð og Davíð, hef ekki uppgötvað ljóð hans af sama fersk- leik og Tómas né átt hæfileika til þess, fremur en ég hef nokkru sinni skynj- að Stefán frá Hvítadal með sömu taugum og Þórbergur Þórðarson. Þau skáld sem mest hafa hrifið mig eru annars eðlis, ýmist eldri eða yngri, Jónas Hallgrímsson framar öllum, Einar Benediktsson, Matthías. Hrifn- ing mín af Bjarna Thorarensen, Grími Thomsen, Þorsteini Erlingssyni, jafn- vel Stephani G., og eins Davíð Stef- ánssyni, hefur aldrei verið óskipt, aldrei alger. Þeir sem hafa hrifið mig síðan og tekið föstum tökum voru Þórbergur og Kiljan, og Ijóð Guð- mundar Böðvarssonar og einkum síðari ljóð Jóhannesar úr Kötlum hafa staðið mér nær en ljóð Davíðs. Kvæði Tómasar hafa mér ekki síður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.