Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 42
Tímarit Máls og menningar ast? Og hver voru svo þessi Ijóð sem leystu gamla fjötra og kvikuðu eins og öldulíf við strönd eða settust eins og fuglar í græna móa og greinar trjánna? Þetta eru einhver þau ein- földustu ljóð sem hugsazt getur, svo einföld að við höfum í rauninni aldrei getað sætt okkur við þau, einlægt ver- ið að finna eitthvað að þeim, bæði efni þeirra og formi, fundizt þau á einhvern hátt létt og lítilvæg, laus í sniðum og flögrandi. Hvar var hér að finna arnsúg og flug Einars Benedikts- sonar, andagift Matthíasar, vizku Stephans G., þýðleika Þorsteins, kjarnyrði Bjarna eða Gríms, málfeg- urð og dýpt Jónasar Hallgrímssonar? En engu að síður hafði Davíð eitt- hvað sem engum þeirra var gefið, einmitt hinn skilyrðislausa einfald- leik, einhverja birtu, einhvern blik- andi leik, svo að hvað sem hefur mátt finna ljóðum hans til foráttu, var vald þeirra yfir hugum okkar jafn óbrigð- ult, og þau flugu inn í hvers manns hjarta, og komu með æskuna og end- urlausnina með sér. Seztu héma hjá mér systir mín góð. Með þessu fyrsta Ijóði í Svörtum fjöðrum var sleginn nýr tónn í bók- menntunum og hringt inn nýjum tíma í íslenzkri ljóðlist. Og þessi tónn, svo nýr sem hann var, lét um leið eitthvað svo kunnuglega í eyrum að hann smaug á augabragði inn að hjarta- rótum, eins og hann hefði alltaf átt þar heima og var að vísu þaðan kom- inn, úr djúpi þjóðlífsins: þetta var í rauninni tónn þjóðvísunnar, hinn ei- lífi einfaldi tónn, hverju sinni auð- sær þegar hann er fundinn, en vand- fundnari en allir aðrir: Breiddu svörtu vængina þína, vetrarnóttin mín, yfir okkur sjúku og syndugu bömin þín. Breiddu nú, hljóða vetramótt, vængina yfir mig. Nú á ég enga aðra unnustu en þig. Ferill þessa tóns er auðveldara að rekja en flestra annarra í kvæðum Davíðs. Hann átti ekki langt að sækj a hann, og hafði sannarlega hlerað eftir honum frá bernsku. Móðurbróðir hans var Ólafur Davíðsson þjóð- sagnaf ræðingur, samstarfsmaður J óns Arnasonar er safnaði og gaf út Þjóð- sögurnar, og þeir saman Islenzkar gátur, skemmtanir, vikivaka og þulur. Davíð hafði drukkið í sig þessi fræði. ísalög höfðu legið í aldir yfir þessum lindum íslenzkrar listar sem öðrum. Þessir fjársjóðir voru vanræktir og fyrirlitnir, rímur og sálmar hlóðust yfir þá eins og fannkynngi. En úti í löndum höfðu einmitt með róman- tísku stefnunni, sem rann ókunn fram hjá garði hér á landi, þjóðkvæði, æf- intýri og þjóðsögur orðið uppsprettu- lindir frjósamasta kveðskapar. Ognú seint og um síðir urðu þjóðkvæðin og þjóðsögur einnig til að örva ís- 32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.