Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 45
byltingar allar sem voru í aðsigi á bernskudögum Davíðs, og hugur hans og aldarinnar sneri allur að framtíð- inni. Þá var ekki hugsanleg ferð án fyrirheits, heldur lágu öll fyrirheit í loftinu. Langan tíma hafði íslenzka þj óðin átt faldar óskir, þráð að svifta af sér álögum, fylgzt í huga með far- fuglunum, séð á eftir þeim með sökn- uði á haustin er þeir flugu út í löndin, fagnað þeim á vorin, og hún hafði endur fyrir löngu með Jónasi Hall- grímssyni fengið vorkveðju úr suðri. En hún var bundin í báða skó, hún var bundin af sínum þröngu kj örum, af erlendri ánauð, af fátækt sinni, en draumarnir voru löngu vaktir og vonin í brjóstinu, og nú var 20. öldin komin með þýðvinda Þorsteins og arnsúginn í ljóðum Einars Benedikts- sonar og öll tækifærin er byðust hin- um fátæku og fáliðuðu og æfintýrin úti í heimi. Nú átti ísland leikinn, þar sem gátan var ráðin, ef leikurinn sést, og þá haukskyggnu sjón ala fjöll vor og firðir. Þeir voru þotnir Gunnar Gunnarsson, Jóhann Sigurjónsson, Guðmundur Kamban út í æfintýra- löndin, og Davíð Stefánsson bar þau í brjóstinu og í sama mund bar út- hafsstrauma tímans upp að strönd- inni. Það komu ekki aðeins ný tæki og nýir möguleikar, heldur höfðu bor- izt nýjar hugsjónir, nýjar framtíðar- sýnir, ekki Islendingum einum, held- ur öllum útskúfuðum á jörðu. Borg- arastéttin íslenzka var frjálslynd Og þó kom til mín þjóðin öll framan af, hugsjónir hennar bárust hingað seint, kröfur um einstaklings- frelsi í trúmálum og ástum, frelsi und- an siðavendni, aga og húspostillum. Þorsteinn Erlingsson hafði spáð hruni kónga og keisara, ráðizt beitt- um örvum á helvítistrúna og vald prestanna yfir mannssálinni, sýnt braut alþýðunnar fram undan, hann og Stephan G. Stephansson boðuðu hugsjónir sósíalismans, og eins Einar Benediktsson í fyrstu, um rétt hinna undirokuðu „til að velta í rústir og byggja á ný“. Og þannig blönduðust hér saman hinar upphaflegu hugsjón- ir borgarastéttarinnar og nýjar hug- sjónir sósíalisma, og hið íslenzka þjóðfélag komst allt á hræringu, æsk- an skar upp herör í landinu, sam- vinnuhreyfing og verklýðsfélög og nýir stj órnmálaflokkar fóru að láta til sín taka, og heimsstyrj öldin kom nýju róti á hugina. Þannig voru öld- ur samtímans að rísa, útsýn yfir haf mannfélagsins. Og hér eru einmittþær undiröldur sem vekja og hræra Ijóðin. En hversvegna var Davíð Stefáns- son útvalinn til að verða hljómborð þessara strauma, strengjasláttur hinn- ar fyrstu æsku á íslandi, og þá fram- ar öllu þeirrar ástar á lífinu, hinnar ljúfsáru gleði yfir því að vera til, sem einkenndi þessa kynslóð, og þeirrar eftirvæntingar sem eins og titraði í taugum? Hvaðan fékk hann alla hina nýju strengi á hörpu sína, hina alþýðlegu hlj óma með undirtón þj óð- 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.