Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Page 74
Tímarit Máls og menningar — Hvert eruð þið að fara með dívaninn? spyr ég. Feiti kall setur undir sig hausinn og þegir oní undirhökuna. Granni kall glottir og segir hranalega: — Útí bæ. — Lángt útí bæ? Ekkert svar. Bezt að elta. Eg verð að hlaupa við fót, svo hratt gánga þeir. Hraustir kallar. Þeir nema staðar við húsið þar sem frænka á heima. Hún frænka sem á stundum appel- sínukassa og suðusúkkulaði og væri ágæt ef hún gæti látið vera að minna mann á að greiða sér og bursta tennur, banna manni að bora í nös og naga neglur. Þeir kippa dívaninum inná grasflötina. Feiti kall hlúnkar sér á hann og kastar mæðinni. Granni kall fer inní húsið. Ég leggst á grindverkið, kíki milli grænna rimla. Einhver undarleg rauðglóandi tilfinníng grípur mig. — Hvað ætlið þið að gera við dívaninn? Feiti kall hrækir, fyrst hvítu, síðan grænleitu, en steinheldur kjafti. Granni kall kemur út með tvo bánkara. Þeir fara að lemja dívangreyið í gríð og erg, þyrla rykskýi uppí rökkrið. — Hvað ætlið þið að gera við hann? Granni kall fleygir frá sér bánkaranum, baðar út höndum og hvæsir: —- Kveikja bál. — Kveikja bál? Það er skrýtið. — Neinei, væni minn, það er ekkert skrýtið. Getur þú hjálpað okkur um steinolíu? Nú opnar feiti kall munninn: — Vertekkjaððessu fjasi við strákpattann. Veitekki betur en allt sé í fínasta lagi. Það er bensínflaska á loftinu. Svo snýr hann sér að mér: — Hvernig ert þú eiginlega alinn upp? Hver á þig, góði minn? Aðsvomæltu taka þeir dívaninn, skella honum á rönd og smeygja honum innum dyrnar. Hann festist ekki. Ég stend á stéttinni, hissa og hræddur. Fyrir augum mér gneistar rauðu og fjólubláu. Ég hleyp að dyrunum. Þeir hafa smellt í lás. Hvað á ég að gera? Hríngja bjöllunni og vara frænku við? Nei. Hún segir mér bara að skælast heim í matinn, trúir mér ekki. Einginn trúir mér. Ég fæ aldrei framar appelsínur. 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.