Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 93
„Einföldust allra ljóða“ Guðmundur Böðvarsson er þessháttar skáld að þegar við sem heyrum til sömu kynslóð lesum ljóð hans viljum við helzt gefa okkur honum skilyrðislaust á vald — trúa honum fyrir lífi okkar meðan við gistum hann. Ekkert er manni þá fjar- lægara en setjast í dómstól ellegar vaða út um bragatún hans til að slíta upp blóm þess til vísindalegrar krufningar. Okkur finnst synd að tæta í sundur krónur þeirra og bik- ara, frævur og fræfla, til þess að skipa hverju um sig á rétta hillu í rannsóknar- stofu lærðrar bókmenntagagnrýni. Þetta eru sem só jarðnesk blóm sem biðja ekki um dauðan stimpil fullkomnunarinnar, heldur góðfúslegt leyfi til að standa áfram í mold- inni eins og þau eru og halda áfram að vera heil og lifandi. Þegar ég því leiði augum síðustu bók Guðmundar — Landsvísur — og verð gripinn löngun til að minna á skáld- bóndann af því tilefni, þá er enganveginn ætlunin að klúðra saman neinum ritdómi, heldur aðeins hlusta eftir því af skyndingu hvemig nú sé tónn bamafossanna í heima- högum hans.1 En um leið og ég opna þessa nýju fallegu bók, prýdda indælum smáteikningum eftir Hörð Ágústsson, verður mér hugsað til þess hversu skammt er síðan ég handlék aðra nýja bók eftir Guðmund. Hún heitir Salt- kom í mold og hefur þótt sérstök gersemi að öllum ytra búnaði: þar kom til dverga- smíð Hafsteins Guðmundssonar prent- smiðjustjóra. Hinsvegar hefur mér skilizt að sumum hafi ekki þótt innihaldið sam- svara svo fagurri skikkju — né heldur fyrra skáldheiðri höfundar síns. Eigi að síður er það mín allraundirdánugasta skoðun að sú hversdagslega ljóðaför milli leiða genginn- ar kynslóðar bregði velkomnu ljósi yfir þátt 1 Guðmundur Böðvarsson: Landsvísur. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1963. Umsagnir um bœkur í skaphöfn skáldsins sem það hefur áður sneitt hjá að opinbera, en persónulegum vinum þess hefur þó ávallt verið mikil au- fúsa í. Eg á við þá góðlátlegu kýmni sem einkennir þann ljóðabálk ailan — kýmni sem vissulega er að nokkru einstaklings- bundin, en á þó djúpar rætur í þeirri gam- ansemi sem löngum hefur verið ein helzta raunabót íslenzks sveitafólks í harðri lífs- baráttu aldanna og ber í senn keim af hlá- legum veruleika og hnittinni þjóðsögu. Ég held að þessi sérstæði bændahúmor, sem nú er óðum að þoka fyrir innantómum bröndurum slagaratízkunnar, hafi aldrei verið betur ljóðfærður en einmitt í Salt- kornum í mold. En þeim sem illa hafa þolað Guðmundi svona rammíslenzka sveitamennsku ætti að vera betur borgið í alvöruheiðum ljóðheimi Landsvísna, því sannast sagna hefur skáld- ið aldrei slegið á fínni strengi en sumstað- ar í þessari bók. Landsvísur — yfirlætislausara réttnefni var ekki unnt að velja: Og þess vegna, móSir, þó gangi á með gadd og snjóa, jer gamall bóndi með ástarvísu til þín ... Þetta hefur Guðmundur Böðvarsson raun- ar gert alla sína skáldævi. Allir sem kunn- ugir eru ljóðum hans vita að landið er svo samofið vitund hans og veruleika að dýr þess og jurtir, ásamt sjálfum honum og þjóðinni, eru einskonar huldukynjuð til- brigði í landslaginu: landið og líf þess eru eitt. Aldrei hefur þó þessi fölskvalausa ætt- jarðarást ómað með einfaldari hætti en í sumum kvæðum þessarar nýju bókar. I henni renna saman með einkennilega lág- værum klökkva aldaskilin í sögu mannkyns og þjóðar og þau tímamót í lífi skáldsins sjálfs að ganga ekki lengur heilt til skógar. 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.