Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 96
Tímarit Máls og menningar lýsir kreppuárunum í sveit, og mátti naum- ast seinna vera, því vissulega var lífsbarátta sveitafólksins á þessum tíma eingu ómerk- ari þáttur í baráttu íslenzkrar alþýðu við þetta auðvaldsfyrirbrigði, kreppuna, en stríðið í bæjunum, þótt í sveitinni væri meiri kyrrð og ró, og hin íslenzka þolin- mæði látin taka á sig byrðarnar með stuðn- íngi Framsóknarflokksins. Indriði G. Þorsteinsson hefur verið mjög heppinn rithöfundur. Fyrsta smásaga hans hlaut eftirtektarverð verðlaun og fyrsta leingri skáldsaga hans var þýdd á erlend mál og kvikmynduð, sem frægt er. Það gef- ur að skilja að ný skáldsaga eftir svo þekkt- an höfund hlýtur að vekja athygli og til hans verða gerðar kröfur. Við höfðum bú- izt við þessari skáldsögu fyrr, en þó má telja það virðíngarvert að Indriði skuli hafa gef- ið sér svona góðan tíma, í stað þess að gefa út skáldsögu árlega, sem óneitanlega blýtur að vera freistandi nú á tímum, þegar ís- lenzkir menníngarstjórar virðast ekki þekkja annan mælikvarða á bókmenntir en metrakerfið. Sérstaklega hlýtur slíkt að freista höfundar einsog Indriða, sem hefur tileinkað sér hraðan stíl, sniðinn eftir út- lendum fyrirmyndum. Stfl, sem hættir til að verða vélrænn og allt að því sjálfvirkur í höndum manna, án þess þeir geri sér grein fyrir því. En nú er önnur skáldsaga Indriða sem sagt komin, og er bezt að segja það strax að hún olli mér nokkrum vonbrigðum. Efni sögunnar er naumast meira en koma hefði mátt fyrir í meðal smásögu, en með því að teygja það nægilega og bæta inn laungum samtalsromsum hér og hvar hefur tekizt að þræla sögunni uppí rúmar 300 blaðsíður. Sagan er þokkalegur prósi, en hvorki frumlegur né gæddur safaríkum uppruna- leik úr sveit í jafn ríkum mæli og sumar smásögur þessa höfundar. Ljóst er að Indriði þekkir staðhætti og umhverfi, þar sem sagan gerist, svo og hugs- unarhátt og málfar fólksins, sem þarna býr, og hann er kunnugur störfum þess, dagleg- um áhyggjum og gleði. Hann hefur sem sagt valið sér kunnuglegt söguefni. En þessi kunnátta dugir honum bara ekki. Hann nær þessu ekki nægilega vel til að gera söguna verulega sannfærandi og kemur það bezt fram í samtölunum, sem fyrr er vikið að. Norðlenzkt sveitafólk talaði ekki svona í þann tíð og gerir naumast enn. Ég set hér dæmi er bóndasonurinn og heimasætan á næsta bæ ræðast við: „Ertu komin í kaupavinnu, sagði hann. — Kannski, sagði hún. — Það mátti ekki seinna vera. — Ég sé það. — Og það verður ekki meira hey að taka saman en þetta. -— Annars kom ég með kaffi. -— Ég sé það á pinklinum. — Jæja. — Ég sá það raunar í fjarlægð að þú mundir vera með kaffi. — Og það hefur glaðnað yfir þér. — Já mig langar í kaffi. — Sama hver hefði komið með það. — Kaffi er kaffi. — Þú ert svo praktískur. — Nú skil ég ekki. — Hagsýnn. -— Sér er nú hver andskotans hagsýnin.“ Þetta dæmi er valið af handahófi, en álíka romsum er dreift um söguna víðsveg- ar. Þessi samtöl eru yfirleitt óekta og í allt öðrum stfl en sagan sjálf. Ég set hér annað dæmi, einnig valið af handahófi. Þeir ræð- ast við nágrannamir Einar og Tómas: „— Ég held ætli að rigna, sagði Tómas. — Sérðu til veðurs, sagði Einar. — Ég finn það á mér. — Ekki finn ég neitt. — Þú ert of ungur. — Hvað þarf maður að vera gamall. 86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.