Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar Og er þá fæst talið. Meðferð þýð. á indverskum orðum er nokkuð á reiki, en ekki verður hjá því komizt í alþýðlegri skemmtibók og skiptir sjaldan máli; ónákvæmni í rithætti stafar sjálfsagt af leturfátækt prentsmiðjunnar (sami galli er á þessari grein). -s er heldur óíslenzkuleg fleirtöluending; á bls. 24 stendur t. a. m. rishis (skáld, spekingar); skt. er rishayas, et. rishi (með rithætti þýð.). Fleiri dæmi eru af þessu tagi. Veda er karlkyns í sanskrít, kvenkyns hjá þýð. nema á titilblaði. Orð eru sitt á hvað rituð í stofnmynd eða fallmynd, lengd sérhljóða er stundum táknuð, stundum ekki.1 — rá- jaso-kavi á bls. 57 stendur ekki í frumtext- anum enda vitlaus sanskrit (rajaso dhára- yatkavi, „þau sem bera vitring loftsins" þ. e. sólina). Málfræðileg nákvæmni í alþýðlegri þýð- ingu kemur auðvitað ekki til greina, og þess er enn síður að vænta að þýðingin fari nærri stíl og málfari frumtextans. Enginn veit nú lengur hvað er vediskt skáldskapar- mál, hvað þar er hversdagslegt eða forn- eskjulegt, viðhafnarlegt eða flatneskjulegt og rembingslegt, þó á stöku stað megi e. t. v. geta sér þess til með tölvísi og reiknings- list; guð má vita nema þetta hafi allt verið tómur leirburður fyrir öndverðu. Og er því ekki víst að RV saki þó stíll þýð. sé vægast sagt heldur leiðinlegur, ýmist barnalegur, lágkúrulegur eða fordildarkenndur, eða allt í senn, og minni fremur á latínuversjónir skólakrakka en bænheit sálmaskáld. Þýð. hefur mikið dálæti á viðskeyttum greini og notar jafnvel eiginnöfn í ákveð- inni mynd, en ekki er það íslenzkulegt nema í sérstökum samböndum: „þjóðfélagsþróun Arianna“ bls. 27 og sama orð víðar; Upan- ishödurnar bls. 31 og Vedurnar víða; „á bökkum Rávi-árinnar“ bls. 16, „á hægri 1 Ekki gert hér nema þar sem vitnað er í þýð. bakka fndus-fljótsins" ibid. (hliðstætt væri: þjóðfélagsþróun íslendinganna, Frakkanna; á bökkum Hvítárinnar, Sign- unnar). — ÞiS og þér er notað í belg og biðu: ,,/jér froskar, fagnið þiS“ bls. 106. — Setningin „Hann tekur daglega mjólkina úr hinni skjöldóttu kú og safann úr hinum sæðisríka tarfi“ á bls. 58 er h'klega góð Basic Icelandic og verður sjálfsagt orðin mjög skáldleg eftir 50 ár þegar spádómar Rasks um örlög íslenzkrar tungu hafa ræzt; í RV er hér notuð sögnin duh- og hún þýðir blátt áfram að mjólka. — Voldugur er mik- ið eftirlæti þýð.: „í voldugri fylking" bls. 52; á bls. 47 er talað um voldugan vagn; á bls. 63 „hinn voldugi tarfur"; og yfirleitt er flest voldugt sem nokkuð á undir sér. — Húsbóndi er kallaður heimilisdrottinn á bls. 43; syngjendur er haft um söngvara á bls. 51; í nafni íslenzkrar drykkjumannastéttar þvemeita ég að taka upp orðið drekkari (á bls. 60 og 63 um Indra sjálfan: Somadrekk- ari). — „Frá miSbiki hinna hreinu og tæru vatna ...“ finnst mér blátt áfram dónalegt orðbragð um vatnagyðjur (bls. 92); sbr. einnig „í miðbiki himinsins“ bls. 121. — Ekki er það heldur beint virðulegt að segja um guðinn Apam napat að hann haldi til í undirdjúpunum eins og gert er á bls. 69; Apam napat er reyndar eldguð og hefði því vel mátt heita Sœvar niSur sem er nokkurn veginn orðrétt þýðing iSonur Vatnanna hjá þýð.). — FegurSardísir (bls. 58) eru ugg- laust til stórprýði í Tívolí og Löngufjörum, en einhvem veginn finnst mér t. a. m. jagr- ar konur fara betur í fornum kveðskap. — Nokkuð hryssingslega þykir mér að orði komizt á bls. 123: „... hef eg varpaS frá mér tryggri konu“, a. m. k. segir ekki ann- að í RV en að hann hafi rekiS hana frá sér. — ,J>essi Mitra" bls. 75 og „þessi Varuna" bls. 102 láta undarlega í eyrum, og þá ekki síður „GuS Savitri“ á bls. 47. — Og það er öldungis fyrirmunað mínum armingja að 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.