Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 105
skilja hvað átt er við með „vitsmunalegri undirstöðu skynrœnnar tilveru“ á bls. 39. Sums staðar hefur Macdonell sótt helzti ákaft í pennann hjá þýð.: Bls. 41 „Agni er nærður þrisvar á dag.“ Macd. bls. 1: „he is nourished three times a day“. — Bls. 58: „Hann, sem rnœlt hefur út festinguna." Macd. bls. 40: „... has measured out.“ — Bls. 130: „Bæg þú frá oss karlúljum og kvenúlfum“. Macd. bls. 206: „... the she- wolf and the woIf“. í RV stendur: „Rek burt úlf og ylgi“ (vrika og vriki). 0. fl. o. fl. Mörg dæmi þessu lík og verri mætti nefna, enda er varla nokkurt erindi í þýð- ingunum svo að þar séu ekki einhverjar ambögur eða hortittir; inngangur og skýr- ingar eru ekki miklu betri. Manni verður að spyrja: hver les yfir handrit hjá Menn- ingarsjóði? Prentvillur eru margar, einkum í ind- verskum orðum: Vritra er jafnan kallaður Vrita; Sambata stendur fyrir Sambara á bls. 62, Anca f. Ansa bls. 74, vaira f. vajra bls. 59, ushá-nakta, naktoshá f. ushásá- naktá, naktoshásá bls. 80, Adharvar f. At- harvanar bls. 115 og 118. O. fl. — Á bls. 38 stendur: „Þessi óður er einn af yngstu ljóðunum." — Á bls. 60: „óvættur sá“; hvin í nf. bls. 51; kvakka f. kvaka. bls. 104 og 105. En nú skal hér staðar numið. Þetta kann nú sumum að þykja ailharð- ur dómur, en hann er réttlátur. Þýð. hefur unnið verk sitt illa, þýðingin er flausturs- leg og dílettantisk; fáir munu lesa hana sér til skemmtunar, og fróðleikur hennar er gagnslítill. Um það má að vísu deila hvort ástæða sé til að gefa út íslenzka þýðingu á Rígveda-hymnum scm enginn skilur nema fáeinir sérvitringar, og þeir illa; en sé það gert, ekki sízt ef það er gert með styrk af almannafé, verður að ætlast til að sú bók sé þannig samin að í hana megi sækja fróð- leik um vedisk trúarbrögð og menningu nokkurn veginn í samræmi við nútímaþekk- Umsagnir um bœkur ingu; og hún má gjarna vera læsileg líka. Og þó á þýð. lof skilið, þegar öllu er á botninn hvolft, fyrir trú sína og bjartsýni og fyrir að hafa ráðizt í þvílíkt erfiði við aðstæður sem enginn Veda-fræðingur myndi bjóða hundinum sínum, og þá al- auðn bóka sem ætíð hefur ríkt á Islandi og lagt þar fleiri Iærdómsmenn í gröfina en svartidauði, stórabóla og móðuharðindi samanlögð, og engin ástæða til að ætla að á því verði ráðin bót á þessari öld, og víst ekki heldur á hinni næstu. Friðrik ÞórSarson. Mannkynssaga llib söguelskir menn á íslandi hljóta að fagna því að nýr skriður er kom- inn á útgáfu Máls og menningar á mann- kynssöguseríu þeirri sem hin tvö bindi um Fomöldina eftir Ásgeir Hjartarson vom vís- ir að. Leið svo árabil að ekkert framhald birtist, af ástæðum sem undirrituðum em ókunnar, unz þriðja bindið, helgað tímabil- inu 1789—1848, eftir Jón Guðnason, kom út fyrir þremur ámm. S. 1. sumar bættist svo við þessa seríu fjórða bindið sem fjall- ar um tfmabilið næst á undan frönsku bylt- ingunni, þ. e. frá 1648 til 1789; höfundur þess er Bergsteinn Jónsson.1 Varla er ofsagt að brýn þörf hafi verið orðin á samantekt nýrrar mannkynssögu handa þeim sem áhuga hafa á að kynnast og skilja sögu liðins tíma. Langt er síðan mannkynssaga sú er Páll Melsted samdi á síðasta hluta 19. aldar af miklum stórhug varð ófáanleg. Og þótt hún hafi ef til vill samsvarað mætavel kröfum síns tíma hafa á þessum árum gerzt þær nýjungar í sagn- vísindum að hún verður frekar að teljast 1 Mannkynssaga 1648—1789 eftir Berg- stein Jónsson. Mál og menning 1963. 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.